Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 174
Málið versnar aftur á móti þegar þessari aðferð er beitt á íslenskt efni. Til að
fá sambærilegt efnismagn úr íslensku tilbrigðarannsókninni óskuðu umsjónar-
menn norræna gagnagrunnsins eftir gögnum frá íslensku rannsóknastöðunum —
og þá efni frá fjórum einstaklingum á hverjum stað með sams konar kynja- og
aldursskiptingu og miðað var við í Noregi og áður var lýst. Á grundvelli þessara
gagna má þá m.a. búa til sams konar kort og hér var lýst til að sýna dreifingu
afbrigða á Íslandi. Það er t.d. gert í grein eftir Bentzen (2014) þar sem sagt er frá
því hvernig íslenskir þátttakendur mátu eftirfarandi dæmi um kjarnafærslu í
aukasetningu:
(2) Hann sagði að þjóðsönginn gæti hann ekki sungið.
Um þetta segir Bentzen að dæmið hafi verið samþykkt allvíða, þótt það hafi
reyndar oftast fengið nokkuð blandaða dóma, en því hafi hins vegar verið hafnað
í Vestmannaeyjum. Máli sínu til stuðnings sýnir hún kortið á mynd 2.1
Þessi setningagerð (kjarnafærsla í aukasetningum) hefur talsvert verið könn -
uð í íslensku (sjá t.d. Friðrik Magnússon 1990, Ásgrím Angantýsson 2011) og
Ritfregnir174
1 Á prentuðu myndinni er trúlega erfitt eða ómögulegt að greina gráu merkin frá þeim
hvítu, en það skiptir ekki meginmáli í þessu sambandi. Hvít merki í netútgáfunni virðast
benda á Selfoss, Egilsstaði, Vopnafjörð, Þórshöfn, Dalvík, Siglufjörð, Patreksfjörð og
Stykkishólm, en það er væntanlega tilviljun, eins og lýst er í textanum.
Mynd 1: Mat á norsku dæmi með for-
nafnagreini (sjá (1)).
Svart merki = dæminu hafnað, hvítt
merki = dæmið samþykkt.