Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 180
Heimasíðan er að mestu óbreytt. Fundargerðum er komið þar fyrir
jafnóðum og frétta kerfið er notað til þess að tilkynna atburði á vegum
félagsins – málvísindakaffi, fyrir lestra, ráðstefnur og tímarit félagsins.
Heimasíðukerfið var smíðað af Bjarka M. Karlssyni og er rekið af hon-
um. Notkun þess gengur almennt prýði lega. Félagið hefur ekki þurft að
greiða fyrir afnot af kerfinu.
Tilkynningar um atburði eru sendar í tölvupósti til þeirra sem eru á
póstlista félags ins. Jafnframt var tekin upp sem föst venja að kynna
viðburði á Facebook-síðu félagsins. Stærri atburðir, einkum fyrirlestrar og
ráðstefnur, hafa verið kynntir víðar, s.s. í viðburðadagatali Háskólans, á
póstlistum skyldra félaga, á vefsíðu Árnastofnunar o.fl. og einnig hafa
verið sendar fréttatilkynningar til helstu fjölmiðla. Málfræðifélagið að -
stoðar af og til aðra við að kynna sína viðburði og koma til skila tilkynn-
ingum sem ætla má að eigi sérstakt erindi við félagsmenn.
Rask-ráðstefnan og dagskrá í minningu Jóns R. Gunnarssonar
28. Rask-ráðstefnan var haldin laugardaginn 25. janúar 2014 í fyrirlestra-
sal Þjóðminjasafns Íslands í samvinnu félagsins og Málvísindastofnunar
Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sóttu 60–70 manns. Myndir frá ráðstefn-
unni eru á Facebook-síðu félagsins.
Ráðstefnan hófst kl. 9.30. Formaður setti ráðstefnuna og kynnti sér-
staka 40 mín. dagskrá sem efnt var til í minningu Jóns R. Gunnarssonar
málfræðings (f. 1940) sem lést 9. október 2013. Jón var fyrsti kennarinn
sem skipaður var í fullt starf í almennum málvísindum við HÍ og hann
byggði greinina upp við skólann. Höskuldur Þráinsson, Guðrún Þór halls -
dóttir og Sigurður Konráðsson minntust Jóns og sögðu frá kennslu hans,
rannsóknum og frumkvöðlastarfi á ýmsum sviðum málvísinda hér á landi.
Margrét Jónsdóttir minntist manns síns og greindi frá fyrirhugaðri útgáfu
á efni sem hann samdi í tengslum við nýju biblíu þýðinguna. Í lok dags
bauð Margrét ráðstefnugestum í veglegt hóf í Árna garði.
Hefðbundin ráðstefnudagskrá hófst kl. 10:20 og stóð til 16:30, í
þremur lotum. Haldnir voru tólf fyrirlestrar um fjölbreytileg efni.
Fundar stjórar voru Brynhildur Stefánsdóttir, Anna Sigríður Þráinsdóttir
og Haraldur Bernharðsson. Höfundar og heiti erinda (sjá nánar, ásamt
útdráttum, á heimasíðu félagsins):
Haraldur Bernharðsson: Brot úr sögu ritmálsstaðals á 19. og 20. öld: hef-
ur og hefir
Frá Íslenska málfræðifélaginu180