Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 35
sögn og þá fær hún (eða setningin) einn eða fleiri eiginleika atburðar-
sagna.
Ég byggi kenningu mína um dæmigerða atburðareiginleika á kenn-
ingu Dowtys (1987, 1989, 1991) um dæmigerð merkingarhlutverk. Dowty
lítur á merkingarhlutverk sem klasahugtök (e. cluster concept) sem eru
fyrirfram ákvörðuð fyrir hverja umsögn hvað varðar merkingareiginleika.
Þannig gerir hann til dæmis greinarmun á dæmigerðum gerendum (e.
proto agent) og dæmigerðum þolendum (e. proto patient):26
• Dæmigerður gerandi hefur eiginleikana vilji (e. volition), orsök
(e. causation), skynjun (e. sentient) og hreyfing (e. movement)
• Dæmigerður þolandi verður fyrir ástandsbreytingu (e. change of
state), er stigvaxandi þema (e. incremental theme), verður fyrir orsa-
kaáhrifum (e. causer affect) frá öðrum þátttakendum og er kyrr -
stæður (e. non-dynamic) miðað við hreyfingu annarra þátttakenda.
Það ræðst síðan af þessum merkingareiginleikum hvaða rökliður í ger-
mynd fær setningarlega hlutverkið frumlag og hver andlag. Dowty heldur
því fram að sá þátttakandi (eða rökliður) sem hefur fleiri (eða flesta) ger-
andaeiginleika sé frumlagið. Ef báðir (eða allir) þátttakendur hafa jafn-
marga gerandaeiginleika þá er það ákveðið stigveldi sem ákvarðar hvor
(eða hver) er gerandinn.27 Á þann hátt mun þátttakandi með orsakareig-
inleika sigra þátttakanda með skynjunareiginleika. Samkvæmt Dowty
þurfa gerendur og þolendur ekki að hafa alla þessa eiginleika en þeim
mun fleiri sem þeir hafa þeim mun dæmigerðari gerendur eða þolendur
eru þeir. Hér verður ekki rætt frekar um eiginleika merkingarhlutverka
eða dæmigerða gerendur og þolendur, en ýmislegt í kenningu Dotwys er
gagnlegt þegar við litið er á sagnaflokka. Í stíl við hugmyndir Dowtys er
hér sett fram tillaga um dæmigerða atburðareiginleika og að allir atburðir,
og atburðarsagnir, hafi að minnsta kosti einn þessara eiginleika. Þeim
mun fleiri sem eiginleikarnir eru þeim mun dæmigerðari atburðarsögn er
um að ræða. Mælandinn getur síðan notað ástandssögn sem atburðarsögn
„Nafnháttarsýki“ 35
26 Þessum hugtökum svipar til actor og undergoer hjá Foley og Van Valin (1984, sbr.
líka Van Valin 1991).
27 Eina stigveldið sem Dowty sýnir er stigveldi fyrir frumlag þar sem gerandi situr
hæst, þá koma verkfæri og reynandi, þar fyrir neðan þolandi og neðst sitja svo upptök og
mark. Það er hins vegar ljóst að hann gerir einnig ráð fyrir stigveldi hinna dæmigerðu
merkingareiginleika sem ákvarða hvort ákveðnir rökliðir eru gerendur, reynendur, þolend-
ur o.s.frv. Stigveldið fyrir geranda virðist þannig að vilji situr efstur, þá orsök og að lokum
virkni og skynjun. Skynjun virðist aftur á móti mikilvægasti eiginleikinn fyrir reynanda.