Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 125
Kristninni fylgdu ⸀bækur/bókstafir95, og hvað er þá að undra, þó þeir [þ.e.
Íslendingar] hafi haft ein hverja ⸀bókaþekkingu96 áður þeir tóku fyllilega
við kristni [árið] 1000.⸌ Hafa þau verið theologisk kvæði þeirra tíma, eins
og nú eru hjá oss Lilja, Píslarminning etc., ⸌og hafa verið nefnd af ⸀efn -
inu97, en ei ⸀höfundi98, so sem Vegtamskviða,⸍99 ⸍því inntakið er um Veg -
tam; ei er hún þar fyrir af Vegtami ort. Eins og Hávamál heil, að það hafi
verið Óðins lærdómur en hann eigi þess smiður.⸌100
Eftir ⸀þessari villu101 hefur Snorri villst og allir þeir sem hafa hann
fyrir ⸌sinn⸍ grundvöll, Þormóður, Wormius og aðrir. En með því að hér
má mörgu móti svara ⸍meðan ei er burtfelldur102 sá höfuðerror, sem er so
sem faðir til hins fyrra⸌, helst þessu: ⸀Þótt nú elli Eddukvæða sé ei so
mikil sem margur hefur ætlað, þá getur samt sem áður þeirra efni og inni-
hald satt verið, þó hlutirnir hafi laungu fyr viðborið, af hverjum eitt er að
Óðinn hafi rúnirnar innfært.103
Þá mætti hér margt tala um sjálfan Óðin og þær ⸀sagnir104 er að hon -
um lúta, og ⸀bæta við um105 hans elli, magt og hingaðkomu, hversu þær
eru ólíkindalegar og hver ⸀villu-brunnur106 sé líkastur til að geta (því hér
verður ekki gengið öldungis eftir bókum). Og hversu sú engelska ⸀kenn-
ing107, sem lætur Óðin hafa komið upp í Þýskalandi í Saxen eður þar
nærri, ⸌circa 250 post Christum⸍, sé miklu lík legri.
Já, sjálft nafnið [þ.e. Óðins], og annarra ásanna, sýnist það boða, þá að
er gætt; og jafnvel Edda, sem ei er annað en nokkurskonar ⸀kerfi náttúr-
legrar guðfræði108, þá inn í hana er skyggnst.
Um tunguna – Um rúnir 125
95 literæ.
96 famam literarum.
97 materíunni.
98 authore.
99 Frá þessu orði heldur viðbótin áfram úti á spássíu.
100 Héðan er dregin lína neðar á spássíu og setur Jón sér til minnis að þetta þurfi hann að
færa inn ef eitthvað sé um það vitað, sem hann þó efar: adde, hversu er það mögulegt að þessi
kvæði hafi varað ante christianismum hjá oss … í 1000 ár, hjá því sem öll önnur er vér
höfum, og til vissu eru eigi eldri en síðan 800, ef það þó finnst, sem eg efa.
101 þessum errori.
102 rýmdur skr. ofan við orðið.
103 Frá ⸀ er undirstrikað í handriti.
104 traditiones.
105 adstruera.
106 fons erroris.
107 thesis.
108 Systema Theologæ Naturalis.