Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 157
allnokkrar og venjulega gagnlegar; sumar eru þó dálítið flóknar, t.d. tafla á bls.
261–262; ég hefði ekki viljað þurfa að leysa líf mitt með því að túlka hana.
3. Efnisúrvinnsla og vinnuaðferð – nokkur atriði
3.1 „… að betra sé að nefna fleira en færra“
Ritgerðin fjallar um breytingar á beygingu og orðmyndum sex orða.6 Efnið er
oftast afgreitt í fáeinum línum í fræðibókum og búast má við að á 684 bls. sé nán-
ast hverjum steini velt við og fátt skilið eftir fyrir andmælanda eða gagn rýninn
lesanda. Og sú er raunin.
Í inngangi greinir Katrín frá því að í skýringarköflum bókarinnar hafi hún
„haft að leiðar ljósi að ein skýring útiloki ekki endilega aðra og þar [séu] oft settar
fram fleiri en ein skýring. Þetta kann að þykja löstur“, segir hún; „betra hefði
verið að velja eina skýringu og fylgja henni fast eftir. En hér er litið svo á að betra
sé að nefna fleira en færra“ (bls. 28). Katrín er því vel meðvituð um að oft er farið
víða um í leit að skýringum og oft er tveimur eða fleiri kostum varpað fram. Þetta
veldur þó því að lesandinn á oft í vandræðum með að finna skoðun höfundarins
enda er stundum óljóst hvorn eða hvern kostinn Katrín setur fremstan. Það er
nokkur galli. Les and inn situr dálítið vonsvikinn eftir, með tvo eða þrjá kosti sem
hann getur ekki gert upp á milli, stundum vegna um fangsmikillar umræðu og
margra dæma, stund um vegna retórískrar rökræðu sem endurspeglast í mikilli
notkun orða og orðasambanda eins og kannski má telja, ef til vill, kann að vera,
hugsanlega, vel má vera — á hinn bóginn o.s.frv., þar sem gagnrök eru tínd til, en
iðu lega lýkur um ræðunni samt ekki með afgerandi afstöðu höfundarins. Þetta er
gert í neðanmálsgrein 57 á bls. 344–345, svo dæmi sé tekið. Og stundum eru
gagnrökin harla léttvæg, líkt og þau séu aðeins sett fram til öryggis. Dæmi um
það er þegar rætt er um svokallaðar hálfbeygðar myndir for nafnsins hvor tveggja
á bls. 323, t.d. hvor tveggja rökin þar sem fyrri hlutinn er beygður (albeygt er þegar
sagt er t.d. hvor tveggju rökin). Fram kemur að slíkar myndir eru afar fátíðar í
ritum fyrir 1500. Síðan segir: „Verið getur að meira hafi verið um hálfbeygðar
myndir en þessar tölur benda til; tilviljun hafi þá ráðið því að þær komust ekki á
bókfell.“ Að segja verið getur og að tilviljun hafi ráðið hefur ekki mikið skýringar -
gildi.
Auðvitað er það oft svo að ekki er hægt með vissu að skera úr um hvaða
niðurstaða sé sennilegust, en ef einhver ætti að geta tekið af skarið þá hlýtur það
að vera höfundurinn, sem ótvírætt er fremsti sérfræðingurinn um efnið. Vissu -
lega má krefjast þess af sæmilega vellesnum málfræðingi að hann eða hún geti
dregið eigin ályktanir af texta vandaðs fræðirits; en þetta verklagsviðhorf, „að
Um doktorsritgerð Katrínar Axelsdóttur 157
6 Að vísu má færa að því rök að orðin séu fleiri en sex þótt fjallað sé um efnið í sex
athugunum.