Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 143
á líka einna stærstan þátt í því að ég skrifaði þessa bók. Vinnan við þetta fornafn
breytti að ýmsu leyti því hvernig ég hugsaði um beygingar og olli því að ég fékk
nýja sýn á æði margt í öðrum athugunum.
Stórir kaflar í bókinni eru þó fleiri en sex því að ég bætti við formála og
eftirmála. Í formálanum er efnið kynnt, sagt frá hugtökum og sjónarhornum,
gerð grein fyrir efniviði, eldri athugunum o.s.frv. Í eftirmálanum eru stutt
ágrip meginkaflanna sex. En aðalviðfangsefni eftirmálans er þó samanburður
á ýmsu sem fram kemur í meginköflunum; þarna er því litið þvert yfir þessar
sex athuganir og athygli beint að því sem er líkt, og þá um leið því sem er
ólíkt.
2. Meginspurningarnar
Meginspurningar hvers meginkafla eru oftast þessar tvær eða spurningar sem eru
orðaðar á svipaðan hátt:
Hvernig hefur beygingin breyst síðan í fornu máli?
Af hverju breyttist beygingin á þann hátt sem hún gerði?
Fyrri spurningin snýst um að komast að því hvað gerðist og þá um leið hvenær,
en hvort tveggja var í mörgum tilvikum nokkuð óljóst á grundvelli eldri athug-
ana. Þetta er spurning um lýsingu eða kortlagningu á beygingarþróuninni.
Tímafrekasti þáttur vinnunnar hér fólst í að safna dæmum í ritum frá fyrri
öldum. Þetta tók mikinn tíma, í fyrsta lagi vegna þess að allt í allt eru dæmin
sem ég safnaði nokkuð mörg, þau skipta þúsundum. Í öðru lagi tók þetta mikinn
tíma vegna þess að ég varð að geta treyst dæmasafninu. Sum dæmin fann ég
strax með því að lesa áreiðanlegar textaútgáfur. En ef ég fann dæmin í útgáfum
ætluðum almenningi (oft þá með rafrænni leit) var í langflestum tilvikum
nauðsynlegt að bera dæmin saman við traustar útgáfur eða þá handrit eða hand-
ritamyndir ef traustar útgáfur eru ekki til. Dæmi í handritum eru oft torfundin.
Handritin sjálf, eða myndir af þeim, eru stundum torfundin. Og handritin sem
ég þurfti að skoða voru ekki alltaf þau allra læsilegustu. Stundum þurfti stækk-
unargler, stundum sérstakan filter á stafrænar myndir, stundum þurfti sterkt
lampaljós, stundum dagsbirtu, og í eitt skiptið þurfti mjög nett vasaljós til að
lýsa upp handritssíðuna aftan frá. Oft þurfti ég hjálp stafkrókafróðra manna til
að meta með mér lesturinn. Þannig gat athugun á nokkrum torlesnum dæmum
stundum tekið hálfan daginn. Síðari spurningin snýst um ástæður þeirrar þró-
unar sem kortlögð var, þetta eru skýringar á því sem gerðist.
Báðar spurningarnar skiptast í marga þætti og það yrði of langt mál að gera
grein fyrir þeim öllum. Hér á eftir ætla ég þess vegna að sýna nokkur dæmi um
hvernig ég tókst á við tiltekna þætti í þessum meginspurningum.
Sögur af orðum 143