Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 187

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 187
hljóðlegu líkindi sem hér eru til staðar (tvö atkvæði og sama síðara sérhljóð) eru látin nægja til að telja fyrirbærin til rímmyndunar.“ Það er því ljóst að ég legg ekki bragfræðilega merkingu í orðið rím í þessu samhengi en ef til vill hefði verið enn skýrara að hafa það innan gæsalappa.22 Mér líst vel á að gera greinarmun á rímmyndun (eða rímbreytingu) og rím- pörun eins og Guðrún stingur upp á. Ég vildi í bókinni sýna stuðlunardæmi (til að sýna að ég væri ekki ein um að túlka rím á nokkuð frjálslegan hátt) og öll dæmi Hock og Joseph um stuðlun voru dæmi um rímpörun en ekki breytingu. Hefðu þeir haft stuðlunardæmi sem sýndi breytingu hefði ég notað það í staðinn. Mér fannst trúlegt að ýmis dæmi væru í íslenskum orðasambandaforða þar sem liðir sem ekki stuðla víkja fyrir stuðlandi liðum. En ég mundi ekki eftir neinum slík- um dæmum í tæka tíð. Slík dæmi gætu verið leggja síðustu hönd á eitthvað → leggja lokahönd á eitthvað og gjalda (borga) í sömu mynt → svara í sömu mynt.23 Í bókinni segi ég að rímmyndun minni um margt á blöndun. Ég rakst stund- um á dæmi sem mér þóttu vandgreind að þessu leyti. Ég var t.d. einu sinni á báðum áttum um hvort greina bæri mánudagur sem afurð blöndunar eða rím- myndunar. Mánudagur, úr mánadagur og sunnudagur, virðist kannski vera nokk - uð dæmigerð afurð blöndunar. Þetta eru sjálfstæð orð og koma sjaldnast fyrir í sömu segðinni. En það gerist þó stundum: ég fer líklega á sunnudag, mánudag. Ef u-ið í mánudagur kom fyrst upp innan slíkrar segðar má kannski telja þetta afurð rímmyndunar. Um það getum við auðvitað ekkert vitað. En það er þarna sem mér finnst munurinn á blöndun og rímmyndun liggja; orðin eða liðirnir í afurðum rímmyndunar koma fram í sama streng. Þótt ég geri í bókinni greinarmun á blöndun og rímmyndun (rímbreytingu) þýðir það ekki að mér þyki munurinn mikill. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að munurinn á ýmsum gerðum áhrifsbreytinga sé ekki hnífskarpur. Skilin finnst mér stundum dálítið fljótandi. Þannig er það reyndar með mörg málfræðihugtök. Til dæmis getur munur orðmyndunar og beygingar og munur orða og viðskeyta verið óljós. Það kemur þó ekki í veg fyrir að við notum þessi hugtök. En þótt ég telji ekki bráðnauðsynlegt að gera ráð fyrir rímmyndun sem sér- stökum flokki breytinga fannst mér þó ástæða til að nefna þennan möguleika í þróun hvortveggi og hvor tveggja. Þar er um að ræða tvo liði mjög líkrar merkingar Svör við spurningum Guðrúnar Þórhallsdóttur 187 22 Á einum stað (bls. 382, nmgr. 108) er rím reyndar haft innan gæsalappa. 23 Elstu dæmi um lokahönd í fyrra orðasambandinu eru talsvert miklu yngri en elstu dæmi um síðustu hönd (sbr. Jón G. Friðjónsson 2006:443). Og svara virðist vera yngra en gjalda og borga í síðara sambandinu (sbr. Jón G. Friðjónsson 2006:612). — Það hefði líka verið gott að muna eftir grein Margrétar Jónsdóttur um orðasambandið eða -samböndin á/í ærsl og busl, á/í usl og busl (Margrét Jónsdóttir 2006). Hún nefnir reyndar ekki hugtakið rhyming formation þegar hún ræðir ýmis parasambönd þar sem „spilað [er] á hljómræna eig- inleika“ en á augljóslega við það sem Hock og Joseph kalla svo. Ýmis sambönd sem Margrét nefnir eru meðal dæma Hock og Joseph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.