Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 118
2) tungnanna mismunur er mikill, orsakir til hans5: ⸀mismunandi
skiln ingur hugmynda; breytileiki líffæranna; fólksflutningar; mis-
munandi veðurfar o.s.frv.6;
3) hvert önnur tunga hafi verið fyrr hér í Norðrinu en þessi sem nú
er og um stundir hefur verið, hvílík (a) og hvaðan sú hafi komið, og
hver hennar örlög7 hafi verið, (b) og hvaðan slíkt verði vitað. Hvert
þessi hafi komið næst eftir hina, (c) og hvað gömul hún sé hér í
Norðr inu, so langt sem af bókum og öðrum líkindum verður
ráðið.8
Hér í Norðrinu meina eg fyrir þessi lönd, er so í dag kallast: Þýðskaland,
Svíaríki, Noregur, Danmörk og England, en þar meina eg þá gömlu eng-
elsku, sem almennilega kallast anglosaxonica, og nú er mjög orðin blönd -
uð á þessum tímum. Það segi eg vera eina og sömu tungu er gengur um
öll áðurnefnd lönd (sumir framandi rithöfundar9 kalla hana ei10 einu orði,
⸀muni ég rétt11, germönsku12, ⸌eins og þá í Italien, Spanien og Franka ríki
Romanismum⸍), því hennar rót og grundvöllur er berlega hinn sami, sem
auðsært er enn í dag og ei þarf langrar be vísingar með (þó kann það að
sýnast stuttlega með nokkrum hreinum og gömlum íslensk um og þýðsk -
um orðum, hér á heima mín collection B).
Um „tunguna í norðrinu“ segir höfundur að athuga þurfi hver sé: Hennar
uppruni, elli og skyldugleiki við elstu tungur, sem nú eru kunnar, grísku
og latínu. Hann bætir við á spássíu: ⸍Af ebresku (sem þó margir gjöra) þarf
stórrar varúðar13 við, og hættir því flestum við að falla í Rudbeck ian ism -
Veturliði Óskarsson118
öðruvís verið né transgrederað þá limites, þ.e. u.þ.b.: ‘hversu hennar megin sé lagað eftir
eiginleikum sálar og líkama og geti eigi öðruvísi verið né yfirstigið þau takmörk’.
5 Frá þessu orði er dregið strik að athugasemd á spássíu: NB. Eg spyr: Hafið þér sömu
meining um γλωςςοςυγχυςι [glossosynchysi] Babilonicam [þ.e. málarugling Babýlons] sem
almenningur? Að vísu má allt standast, þó ei sé.
6 diversa idearum apprehensio, mutatio successiva organorum, transmigrationes
populorum, varia climata etc. – Á eftir þessu stendur innan sviga: Bonichus tracterar þá
materíu. (Þessi „Bonichus“ er mér með öllu ókunnur.)
7 fata.
8 Neðst á spássíu stendur: (a, b, c) collectio A, og er þar væntalega átt við að atriði sem
styðji liði a, b og c sé að finna í greinargerð eða dæmasafni sem Jón merkir „A“.
9 scriptores.
10 Þessu orði er e.t.v. ofaukið; a.m.k. félli merkingin betur að efninu ef engin neitun væri hér.
11 ni fallor.
12 tevtonismum.
13 cautionis.