Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 162
Við doktorsvörnina gafst ekki tími til að fara yfir rök Katrínar, en ég er í flestu
sammála um að einhver erlend áhrif kunni að vera fyrir hendi, eða a.m.k. að ekki
sé hægt að útiloka þau. Ég hef þó vissar efasemdir um sumt, og við vörnina gerði
ég dálitlar athugasemdir við þrjú atriði.
5.1 Orðmyndirnar þeirras og hennars
Fyrsta athugasemdin tengdist sérkennilegum eignarfallsmyndum í áðurnefndri
Reykja hólabók sem Katrín rekur dæmi um á bls. 228 (nmgr. 130). Um er að ræða
orðmynd irnar hennars og þeirras í stað hennar og þeirra (um hina síðarnefndu vísar
Katrín í Kjeldsen 2010:259). Að auki nefndi Katrín eignarfallsmyndina herras í
stað herra. Hún segir að í „öllum þessum tilvikum gæti hin óvænta eignarfallsend-
ing stafað af áhrifum þýska frumtextans eða öðrum erlendum áhrifum“ (bls. 228).
Það virðist sennilegt að erlend áhrif séu þarna á ferð, en færa hefði þurft betri
rök en gert er fyrir því að þau stafi frá miðlág þýska frumtextanum, og úr því ýjað
er að hugsanlegum „öðrum erlendum áhrifum“ hefði jafnframt þurft að nefna
hver þau gætu verið. Katrín sýnir ekki dæmin, og því er ekki ljóst hvor hún á við
eignarföll persónufornafna, t.d. gekk hann til hennars/þeirras eða annað því um
líkt, í stað gekk hann til hennar/þeirra, eða staðgengla eignarfornafna, t.d. í henn-
ars/þeirras húsi eða því um líkt. Ef eingöngu er litið á eignarföll persónufornafna
í miðlágþýsku þá ættu hlið stæður eða jafngildi íslensku orðanna ekki að enda á -s;
bæði þeirra og hennar mundu líklega eiga sér miðlágþýska jafngildið ere, er, erer
eða örer (Lasch 1914:216, Lasch og Borchling 1960:282). Erfitt væri að rökstyðja
lágþýsk áhrif og ekki er ljóst hvaða önnur erlend áhrif gæti verið um að ræða.
Þegar dæmi Katrínar og Kjeldsens eru skoðuð sést hins vegar að um er að ræða
staðgengla eignarfornafna: „heilagvr ande mvnde hafa vithiat hennars hiartta“
(Reykjahólabók I 1969:329.17) „fyrer sig og … fyrer þeirras faraskiota“ (Reykja -
hólabók I 1969:12.20), „hvorcke menn nie þeirras faraskiothar“ (14.29), „og giefet
þeim aftvr þeirras godz“ (Reykjahólabók II 1970:219.11), „forv … med þeim til
Veturliði Óskarsson162
minniháttar meiriháttar
áhrif áhrif
I Hvorgi, hvorugur + –
II Sjá, þessi + –
III Ein(n)hver(r) + –
IV Hvortveggi og hvor tveggja + –?
V Okkar(r), ykkar(r) og yð(v)ar(r) + +
VI Eigin(n) + +
Tafla 6: Hugsanleg erlend áhrif.