Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 170

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 170
andi; textinn er nefnilega langoftast rétt eins og við er að búast í riti frá þessum tíma. Ég notaði Reykjahólabók mikið (hún er heimild í öllum athugununum sex) enda er hún mörgum kostum búin. Textinn er feikilega langur, þýðandi/skrifari er þekktur og ritið er frá mjög forvitnilegu skeiði málsögunnar. Útgáfan er þar að auki traust. En mér fannst líka sjálfsagt að setja í formála fyrirvara um gildi ritsins sem málheimildar; þetta er þýðing,12 þýðandinn dvaldist um tíma erlendis og þarna er vissulega ýmislegt sem vekur furðu. Það hvarflaði aldrei að mér að sleppa Reykjahólabók eða fela niðurstöður úr henni í viðauka eða hafsjó neðanmáls- greina. Vitnisburður Reykjahólabókar stingur í mínum athugunum sjaldan í stúf við það sem sjá má í öðrum ritum frá svipuðum tíma. En þau tilvik (ósamand- regnar myndir eignarfornafna og lýsingarorðsins eigin(n)) eru forvitnileg og bjóða upp á umræðu,13 og mér finnst einmitt heppilegt að hafa þau sýnileg og í samhengi við annað en ekki falin í viðauka eða neðanmáls. Guðmundar sögu Arngríms Brandssonar notaði ég reyndar ekki mikið því að útgáfan er ekki mjög áreiðanleg. Sagan var aðeins orðtekin vegna athugunarinnar í II. kafla og aðeins vegna sumra breytinganna, breytinga þar sem ólíklegt var að orðmyndum hefði verið breytt í útgáfu. En sagan er nefnd í fleiri köflum því að ég styðst líka við dæmasafn fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn og þaðan bætast við dæmi. Í Guðmundar sögu má finna ýmis norsk einkenni. Jón Þorkels - son (1874) tengdi þau dvöl Arngríms í Noregi og mér finnst sjálfsagt að taka undir þá hugmynd. Þegar Guðmundar saga er fyrst nefnd í II. kafla (bls. 179) slæ ég hins vegar varnagla. Talið er að sagan hafi upphaflega verið skrifuð fyrir er - lenda lesendur þótt latínutexti hafi ekki varðveist. Þótt Arngrímur hafi samið sög una á latínu er ekki víst að hann hafi sjálfur snúið sögunni á íslensku. En sé Arngrímur ekki höfundur íslenska textans dugir að sjálfsögðu ekki að tengja norsk einkenni textans við dvöl hans í Noregi. Umrædd einkenni textans geta samt stafað af norskum áhrifum. Eitt þessara einkenna er óumdeilanlega ættað úr norsku (myndin þessur (þessor)) og hin gætu verið það líka. Ef einkennin verða ekki rakin beint til Arngríms má samt sem áður rekja þau til norskra áhrifa; sagan er rituð í skrúðstíl og í slíkum ritum eru norsk einkenni nokkuð áberandi. Katrín Axelsdóttir170 12 Þýðingar eru auðvitað alltaf dálítið vandmeðfarnar málheimildir. En ef þeim væri sleppt væri á ýmsum tímabilum fátt um fína drætti. Það er t.d. erfitt að hugsa sér rann- sóknir á málsögu 16. aldar án Nýja testamentis Odds og Guðbrandsbiblíu. 13 Þess háttar umræða hefði kannski stundum mátt vera ítarlegri. Veturliði nefnir hér að framan að umræðan sé óljós þegar ég fjalla um ástæður ósamandregins stofns eignarfor- nafna og lýsingarorðsins eigin(n) hjá þýðanda Reykjahólabókar. Ég segi að slíkar myndir kunni að vera dæmi um einhverja almennari tilhneigingu hans til að halda tryggð við tvíkvæðan stofn. Það sem ég á við er að kannski eru ósamandregnar myndir ekki bundnar við eignarfornöfn og eigin(n), þetta kann að hafi komið fyrir í fleiri orðum hjá honum þótt ég hafi ekki tekið eftir því í Reykjahólabók. Að segja eitthvað um ástæður slíkrar breyting- ar myndi krefjast talsverðrar rannsóknar og hana hef ég ekki gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.