Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 121
ei ætla eg að fleiri finnist í þeim en henni. ⸌Eg meina hér ei þau orð, sem
með kristindóminum eru innkomin, þó kunna þau að nafngreinast.⸍48
⸌Að vísu finnast nokkur⸍ orð komin inn í íslenska tungu úr frönsku,
þýðsku og anglosaxonisku49 og eru þau flest á ýmsum vörum eður hlut-
um sem frá þeim hafa komið.
Jón ítrekar það að lýsing á íslenskunni geti líka grætt á samanburði við
norsku. Hann segir: Af nálægð og skyldugleika íslenskunnar við hinar
tungurnar, sem hér eru nálægar50, flytur þetta: Að þó íslenskan upplýsi
þær meira þá finnast þó nokkur orð ⸌í hinum⸍, og það helst í norsku, af
hverjum maður skilur betur merking þeirra sömu orða í íslensku. Helst
eru það ⸌⸀forn lagahugtök⸍51 og þau orð sem færa einhverja gamla venju52
með sér, sem nú er í Íslandi undirgengin. Hér um hef eg gjört mér ⸀gott
safn (H.)53 (NB: Ei teikna eg almenn orð, sem ⸌öllum⸍ þessum tungum
eru ⸀sameiginleg54, so sem ⸀smá orðin55 ⸌af⸍, að, með og ⸌til⸍ etc., heldur
⸀nafnorð og sagnir56, sem eru samkvæm gamalli og hreinni íslensku.)
⸍Item eru nokkur dönsk komin inn í íslensku að fornu fari; um ný vil eg
ei tala, og eru mörg þeirra dönsku komin af þýðskum⸌.
Og Jón leggur áherslu á að þótt mikilvægt sé að Íslendingar þekki til erlendra
mála þá þurfi útlendingar enn frekar að þekkja íslensku – líklega á hann hér
við erlenda fræðimenn; en hvorir tveggja þurfi að huga sérstaklega að orðum
sem séu af sama uppruna en hafi mismunandi merkingu. Hann segir:
Þó nú hér af sé bert, að íslenskur ⸌maður⸍ verði að vita ⸀nálæg mál57, þá
þó miklu framar hinn annar, ⸌að kunna íslensku⸍, vegna áðurtaldra orsaka.
Þó hljóta hverutveggi vel að varast þau orð í þessum málum58 sem reyndar
eru hin sömu, en eru þó ⸀af misjöfnum styrk59. Þeirra merking60 er að
sönnu skyld61, en annaðhvert ⸀víðari, strangari eður nokkur tegund hins
Um tunguna – Um rúnir 121
48 Þessi millilínuviðbót er færð inn síðar og með öðru bleki.
49 Hér vísar höf. enn í safn sitt: Mín collectio E, F, G.
50 affines.
51 fornir laga termini.
52 praxim.
53 góða collation.
54 communia.
55 particulas.
56 nomina og verba.
57 nálæga dialectas
58 dialectis.
59 diversi potestatis. – Hér vísar höf. í safn sitt: Mín coll. I.
60 significatus.
61 Þ.e. skr. skyldur (beygist með significatus).