Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 128
vísar133 hver stafur í einn vissan stað⸍, og munar hver stafur ei nema
að einu striki, þar ⸌eftir⸍ eru 24 stafrof smíðuð, hvert öðru ólík, er
enn aftur geta fætt af sér önnur ný að tölu 72, ⸌(b)⸍ og þó fleiri, ef
menn vilja tiltína. Síðan um klapprúnir, því þær lúta þar að. 134
ii. um aðrar rúnir af málrúnum dregnar, og seinast
iii. þær menn hafa fingerað sér, en eru þó hinum óskyldar.
Smásmuglegar vil eg eigi segja hér frá. Annars get eg yður mundi sumt
þar í skeitlegt135 þykja, ef so búinn væri, að séð gætuð.
Af þessu undanförnu, nefnilega tungunni og rúnunum, vil eg gjöra
tvær ritgerðir136 fyrir framan, ⸌og munu þær hafa⸍ viðlíka aðferð137 og
inni hald, sem nú hefur sagt verið. ⸍Til að skirrast meira ómak þá skrifa eg
allt þetta á íslensku, meðan ég er ei búinn að gjöra það so fullkomið sem
eg vil eða get. Síðan hlýtur að koma ⸀sjálfur formálinn.⸌138
Á bls. 7–8 tekur við nánari lýsing á væntanlegri efnisskipan ritsins, m.a.
um niðurskipan málfræðinnar. Það er minna vert og verður ekki tekið upp hér
nema blábyrjunin:
Præfationin fyrir míns futuro Glossario139 mun verða viðlík þessu:
1 Um bókstafina
2 Um orðin
3 Phrases
4 Composita
(i) Nominum proproum
(ii) Annað, Nominum Locorum et urbius et Regionum140
[5] Etymologia
[6] Syntaxis
[7] Prosodia
Veturliði Óskarsson128
133 refererast.
134 Hér ætti e.t.v. svigi að lokast (sá sem hefst á það er soddanslags …). – Á spássíu eru
athugasemdir um það sem hér er merkt (a) og (b): (a) vide Thorm. serie í p. 140, hvar það er
veigalítið argument, er hann dregur af Týrs ætt, (b) og rangt að ei séu fleiri en 48. [Og neðar
á spássíu:] ⸍Hann hefur misminnt og viljað segja 24.⸌ Rúnanna genera (er hann hermir uppá
Arn. að hafi sagt þær óefað grísk<ar>) mun meint hafa þessar en ei vitað betur.
135 Virðist vera skrifað svo; óljóst er hvaða orð þetta gæti verið (hugsanlega da. skedelig
‘sanngjarnt, sennilegt’?; sbr. Kalkar III, bls. 776).
136 dissertationes.
137 methodum.
138 sjálf præfatio. Frá Af þessu undanförnu er skrifað neðst á síðuna.
139 Þ.e. „Formálinn fyrir fyrirhugðu orðasafni mínu.“
140 Þ.e. „Nöfn staða, borga og svæða.“