Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 188
sem standa alltaf saman, rétt eins og oft er um dæmi sem nefnd hafa verið um
rhyming formation.
5. spurning
Um fyrirbærið affix pleonasm fjallar Haspelmath talsvert í greininni „The Dia -
chronic Externalization of Inflection“ (1993) og ég styðst mikið við það sem hann
hefur um þetta að segja.24 Þetta er ódæmigerð áhrifsbreyting og þarna er um það
að ræða að einhverju er bætt við mynd sem fyrir var en ný mynd er ekki mynduð
frá grunni, úr e.k. frumpörtum. Þetta hugtak kalla ég aukningu en ég legg þó ekki
nákvæmlega sama skilning í það og Haspelmath eins og ég bendi reyndar á (sjá
t.d. bls. 38 og 126, nmgr. 88). Samkvæmt orðanna hljóðan er hér á ferðinni pleo-
nasmi eða tvítekning. Mörg dæmi sýna skýrt tvítekningu merkis, s.s. hvorngan,
hvorskis (byggð á hvorngi, *hvorski), þar sem beygingarending kemur fram tvisvar.
Í ýmsum öðrum dæmum er fyrra merkið óljósara, s.s. í fjárs, fyrra eignarfalls-
merkið má segja að sé nokkuð ógreinilegt og öðru skýru merki er bætt við. En
það má þó segja að þarna sé líka tvítekning. Til aukinna mynda tel ég einnig
myndir á borð við hvorgan. Þar er þolfallsmerkið eitt, en ég geri ráð fyrir að þessi
mynd sé arftaki myndarinnar hvorngan.25 Dæmi á borð við hvorgan sýna að heitið
affix pleonasm er ekki alls kostar heppilegt, það er ekki alltaf um að ræða tvítekn-
ingu. Það er líka spurning hversu raunveruleg tvítekning er þótt hún sjáist greini-
lega. Eignarfallsmyndin einskis hefur t.d. tvö greinileg eignarfallsmerki. En mér
finnst mjög vafasamt að menn túlki fyrra s-ið sem eignarfallsendingu. Ég teldi því
heppilegt að hætta að vísa til tvítekningar og finna nýtt enskt heiti í stað affix pleo-
nasm, t.d. augmentation. Í því fælist þá einfaldlega að eitthvað er prjónað aftan við
mynd sem til var fyrir.26
Oft háttar þannig til í dæmum um aukningu að viðbótin bætist við mynd sem
til var fyrir, t.d. fjár, og sú mynd helst alveg óskert, sbr. fjár-s. Þetta er ekki raunin
í öllum orðmyndum sem ég tel hafa orðið til (eða hugsanlega orðið til) með aukn-
ingu. Ég tel hvorngan til aukinna mynda (úr hvorngi og -an), enda fæ ég ekki séð
Katrín Axelsdóttir188
24 Hugtakið er þó ekki nýtt; Haspelmath (1993:297) segir það upphaflega frá Paul
1920.
25 Nú má vera að Haspelmath myndi líka telja hvorgan til afurða affix pleonasm þótt
ekki sjáist þarna tvítekning. Hann nefnir t.d. í greininni (1993:285) basknesku myndina
hone-xe-tan (áður hone-tan-txe); beygingarendingunni -tan hefur verið bætt við aftast og
fyrri beygingarendingin er alveg horfin. En það getur líka verið að hann kysi að kalla slíkar
myndir einhverju öðru nafni af því að þessar myndir hafa ekki tvítekningu þótt fyrirrenn-
arar þeirra hafi haft hana.
26 Það mætti auðvitað halda áfram að nota affix pleonasm, um þau tilvik augmentation
þar sem tvítekningar sæi stað.