Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 181

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 181
þess hugtaks er komin frá Martin Haspelmath sem kallar það á ensku affix pleonasm. Það fyrirbæri felst í því að gagnsæju aðskeyti er bætt við orð, heila orðmynd, sem er þegar merkt. Orðmyndin fær þá greinilegra merki en hún hafði fyrir. Um þetta má taka dæmi af íslenska nafnorðinu fé. Það hefur, sem kunnugt er, afbrigðilega eignarfallsmynd, fjár. Hún er að vísu aðgreind frá hinum föllunum, en hún hefur ekki endinguna -s sem einkennir eignarfall annarra sterkra hvorug- kynsorða. Það kallast aukning að bæta hinu gagnsæja eignarfalls-s-i við orðmynd- ina fjár og búa til eignarfallið fjár-s. Aukning kemur við sögu í fleiri en einum kafla bókarinnar og þar með við sögu fleiri en eins fornafns. Þar á meðal eru breytingar sem falla mjög vel að framangreindri skilgreiningu. Það á til dæmis við um orðmyndina nf./þf.et.hk. þettað (bls. 224) sem varð til í sögu fornafnsins þessi. Myndin þetta leit ekki út fyrir að hafa skýra endingu hvorugkyns eintölu og við hana var bætt -ð (í stíl við hvorugkynsmyndir á borð við nf./þf.et.hk. annað). Lýsingin á sumum öðrum dæmum um aukningu er flóknari. Í sögu orðsins hvorugur urðu sætaskipti hengilsins -gi og beygingarendingar, eins og fram kom í 3. kafla hér að framan. Meðal varðveittra dæma kemur fyrir orðmyndin þf.et.kk. hvorngan. Þar gerir höfundurinn ráð fyrir aukningu þannig að við myndina hvorn-gi hafi verið bætt endingunni -an: hvorn-gi → *hvorn-gi-an > hvorn-g-an (bls. 137). Katrín tekur fram neðanmáls að hljóðrétt útkoma ætti reyndar að vera *hvorngjan, en sú mynd er ekki varðveitt.20 Aukning kemur einnig við sögu í kaflanum um fn. hvortveggi þegar skýra þarf tilurð myndarinnar þgf.et.hk. hvorutveggju, en eins og áður sagði (sjá grein 4.3) voru þrír skýringarkostir nefndir. Um aukningu í þessari orðmynd segir á bls. 375: „Þá væri nýjungin hvorutveggju byggð á eldri myndinni hvoru-tveggja og end- ingunni -u úr þágufallsmyndum á borð við öðr-u, nýj-u o.s.frv.“ Miðað við það sem sagt var um myndina hvorngan hér að framan virðist Katrín eiga við að við myndina hvorutveggja hafi verið bætt endingunni -u: hvorutveggja → *hvorutveggja- u > hvorutveggju. Nú eru engar heimildir um skrefið *hvorngi-an eða *hvorutveggja-u og ólíklegt að slíkar orðmyndir hefðu verið notaðar. Þess vegna er við hæfi að biðja doktors- efnið að útskýra aukninguna nánar. Andmæli við doktorsvörn Katrínar Axelsdóttur 181 20 Katrín (114. nmgr. bls. 137–138) tekur dæmi frá Kiparsky (2012:23) úr sögu ung- versku til að réttlæta það að varðveitta orðmyndin er hvorngan en ekki *hvorngjan. Þar er sýnd þróunin frá tvíkvæðri eftirsetningu yfir til einkvæðs viðskeytis (*pälV-k > *belV-j > *-belé > *-bele > *-be); eftirsetningin hafi ekki endilega þróast hljóðrétt heldur geti að hluta til verið um áhrif frá öðrum einkvæðum viðskeytum að ræða. Þessi lýsing er svo óljós að vafasamt er að nota hana sem rökstuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.