Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 181
þess hugtaks er komin frá Martin Haspelmath sem kallar það á ensku affix
pleonasm. Það fyrirbæri felst í því að gagnsæju aðskeyti er bætt við orð, heila
orðmynd, sem er þegar merkt. Orðmyndin fær þá greinilegra merki en hún
hafði fyrir.
Um þetta má taka dæmi af íslenska nafnorðinu fé. Það hefur, sem kunnugt er,
afbrigðilega eignarfallsmynd, fjár. Hún er að vísu aðgreind frá hinum föllunum,
en hún hefur ekki endinguna -s sem einkennir eignarfall annarra sterkra hvorug-
kynsorða. Það kallast aukning að bæta hinu gagnsæja eignarfalls-s-i við orðmynd-
ina fjár og búa til eignarfallið fjár-s.
Aukning kemur við sögu í fleiri en einum kafla bókarinnar og þar með við
sögu fleiri en eins fornafns. Þar á meðal eru breytingar sem falla mjög vel að
framangreindri skilgreiningu. Það á til dæmis við um orðmyndina nf./þf.et.hk.
þettað (bls. 224) sem varð til í sögu fornafnsins þessi. Myndin þetta leit ekki út
fyrir að hafa skýra endingu hvorugkyns eintölu og við hana var bætt -ð (í stíl við
hvorugkynsmyndir á borð við nf./þf.et.hk. annað).
Lýsingin á sumum öðrum dæmum um aukningu er flóknari. Í sögu orðsins
hvorugur urðu sætaskipti hengilsins -gi og beygingarendingar, eins og fram kom í
3. kafla hér að framan. Meðal varðveittra dæma kemur fyrir orðmyndin þf.et.kk.
hvorngan. Þar gerir höfundurinn ráð fyrir aukningu þannig að við myndina
hvorn-gi hafi verið bætt endingunni -an: hvorn-gi → *hvorn-gi-an > hvorn-g-an
(bls. 137). Katrín tekur fram neðanmáls að hljóðrétt útkoma ætti reyndar að vera
*hvorngjan, en sú mynd er ekki varðveitt.20
Aukning kemur einnig við sögu í kaflanum um fn. hvortveggi þegar skýra þarf
tilurð myndarinnar þgf.et.hk. hvorutveggju, en eins og áður sagði (sjá grein 4.3)
voru þrír skýringarkostir nefndir. Um aukningu í þessari orðmynd segir á bls.
375: „Þá væri nýjungin hvorutveggju byggð á eldri myndinni hvoru-tveggja og end-
ingunni -u úr þágufallsmyndum á borð við öðr-u, nýj-u o.s.frv.“ Miðað við það
sem sagt var um myndina hvorngan hér að framan virðist Katrín eiga við að við
myndina hvorutveggja hafi verið bætt endingunni -u: hvorutveggja → *hvorutveggja-
u > hvorutveggju.
Nú eru engar heimildir um skrefið *hvorngi-an eða *hvorutveggja-u og ólíklegt
að slíkar orðmyndir hefðu verið notaðar. Þess vegna er við hæfi að biðja doktors-
efnið að útskýra aukninguna nánar.
Andmæli við doktorsvörn Katrínar Axelsdóttur 181
20 Katrín (114. nmgr. bls. 137–138) tekur dæmi frá Kiparsky (2012:23) úr sögu ung-
versku til að réttlæta það að varðveitta orðmyndin er hvorngan en ekki *hvorngjan. Þar er
sýnd þróunin frá tvíkvæðri eftirsetningu yfir til einkvæðs viðskeytis (*pälV-k > *belV-j >
*-belé > *-bele > *-be); eftirsetningin hafi ekki endilega þróast hljóðrétt heldur geti að hluta
til verið um áhrif frá öðrum einkvæðum viðskeytum að ræða. Þessi lýsing er svo óljós að
vafasamt er að nota hana sem rökstuðning.