Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 10

Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202010 FRÉTTIR Haraldur Björnsson, frístundabóndi á Siglufirði, með Ærinni Demanti og lömbunum hennar fimm sem hún bar 11. maí síðastliðinn. Greint var frá þessum óvenjulega burði á forsíðu síðasta tölublaðs Bændablaðsins. En ekki er annað að sjá en bæði móður og lömbum heilsist vel. Demantur hefur samtals skilað 12 lömbum í heiminn á þremur árum, en ærin er í eigu Jóhönnu Unnar, dóttur Haralds. Myndasamkeppni Landssambands kúabænda: Kálfarnir Rósa og Drós ásamt kettinum Steypu í fyrsta sæti Um 60 myndir og myndbönd bárust í myndasamkeppni Lands sambands kúabænda sem haldin var í samstarfi við Mjólkur samsöluna í tilefni af alþjóðlega mjólkurdeginum 1. júní síðastliðinn. Birtu þátttak- endur myndir og myndbönd á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og merktu þær #Drekkummjólk og #WorldMilkDay til að kom- ast í pottinn. „Það voru margar mjög skemmtilega myndir sendar inn og vil ég þakka fyrir góða þátttöku og óska vinningshöfum hjart- anlega til hamingju. Verkefnið mæltist vel fyrir svo það er ekki útilokað að við endurtökum leikinn að ári,“ sagði Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK. Hér má sjá myndir sem skip- uðu þrjú efstu sætin en fleiri myndir úr samkeppninni er að finna á heimasíðu LK, naut.is. 1. Hilda Pálmadóttir. Kálfarnir Rósa og Drós ásamt kettin- um Steypu í fjósinu á Stóra- Ármóti. Ljósmyndari er bróð- ir Hildu, Reynir Pálmason. 2. Jóhanna Hreinsdóttir. Hrönn, dótturdóttir hennar, ræðir við kvíguna Sölku í Káraneskoti. Myndasmiður er dóttir Jóhönnu og móðir Hrannar, Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir. 3. Sigurjón Helgason. Kvígan Steypa og móðirin Katrín á Mel í Borgarbyggð. Mynd; Sigurjón Helgason. Samgöngur: Fjármagn aukið til almennings­ samgangna milli byggða Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, hefur tryggt auknar fjárveitingar til almennings- samgangna milli byggða. Aukinn stuðningur er sagð- ur nauð synlegur til að bæta rekstrar aðilum almennings- samgangna upp tekjutap í kjöl- far COVID-19 faraldursins. Stuðningurinn nær til þjónustu sem nýtur þegar styrkja frá rík- inu, en um er að ræða siglingar Herjólfs, flug Ernis og Norlandair og akstur almenningsvagna milli byggða. Einnig verður Isavia bætt tekjutap á innanlandsflugvöllum og ferðir Baldurs um Breiðafjörð tryggðar í sumar. Rekstrargrundvöllurinn brostinn Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra að legið hafi fyrir að rekstrargrundvöllurinn væri brostinn. „Það stefndi í al- gjört óefni og að mínu mati er óhjákvæmilegt að bregðast við ástandinu. Það eru margir sem treysta alveg á þessa þjónustu, svo eru landsmenn að leggja af stað inn í frábært ferðasumar inn- anlands. Þessir hlutir verða bara að vera í lagi.“ Mikilvægt að viðhalda samgöngum „Það er afskaplega mikilvægt að viðhalda öflugum almennings- samgöngum fyrir almenning og atvinnulíf um land allt. Raunar má telja að mikilvægi þeirra auk- ist enn frekar í framhaldi af far- aldrinum og að fleiri muni kjósa að nýta sér þjónustu almennings- vagna, ferja og flugs á ferðum sínum,“ segir Sigurður. /VH Myndin sem lenti í 1. sæti kom frá Hildu Pálmadóttur. Kálfarnir Rósa og Drós ásamt kettinum Steypu í fjósinu á Stóra-Ármóti. Ljósmyndari er bróðir Hildu, Reynir Pálmason. Myndin sem lenti í öðru sæti. Hrönn ræðir við kvíguna Sölku í Káraneskoti. Kvígan Steypa lenti í þriðja sæti. Hvítmygluostar smitaðir af blámyglu fóru í verslanir Mjólkursamsalan hefur beðið við- skiptavini sína afsökunar á því að hvítmygluostar sem smitaðir voru af blámyglu hafi farið á markað. Uppsetning á nýjum vélum í mars síðastliðinn hafi tafið framleiðslu á rjómaostum. Smitið sem um ræðir barst í hvít- mygluosta eins og Dala Camenbert, Dala Brie, Auði og Dala hring. Um er að ræða sams konar blámyglu og er í ostunum Ljót, Bláum kastala og öðrum blámygluostum, en því miður varð smit frá þeim yfir í hina. Gallinn er með öllu hættulaus og fyrst og fremst sjónrænn. Mygluostar seldust víða upp Mikil eftirspurn var eftir myglu- ostum fyrir hvítasunnuhelgina og seldust þeir sums staðar upp en ný framleiðsla er komin í verslanir. Bragðbættir rjómaostar á markað Komnir eru á markað nýir bragðbættir rjómaostar frá MS. Ostarnir eru rjómaostur og rjómaostur með pipar sem eru endurbættar útgáfur rjómaosta sem áður voru á markaði en hinar þrjár tegundirnar eru glænýjar. Það eru rjómaostur með grillaðri papriku og chilli, rjómaostur með karamellíseruðum lauk og rjómaostur með graslauk og lauk. Mascarpone rjómaostur hefur aftur á móti verið ófáanlegur í nokkra mánuði en væntanlegur í næstu viku í stærri umbúðum og innan tíðar í neytendaumbúðum. Einhver vandkvæði fylgdu upp- setningu nýrra véla í mars síðast- liðnum vegna nýju ostanna sem leiddi til að fyrstu ostablöndurnar voru ónákvæmar en búið er að leysa þann vanda. /VH Hvítmygluostar seldust upp um hvítasunnuhelgina. Komnir eru á markað nýir bragðbættir rjómaostar frá MS. Mynd / TB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.