Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 29 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla ROTÞRÆR – Íslensk hönnun, framleiðsla og gæði. – Heildarlausnir fyrir heilsárshús, sumarbústaði og stofnanir. – Þriggja hólfa, framleiddar úr Polýetýleni (PE). – Uppfylla kröfur staðalsins ÍST EN 12566. YFIR 30 ÁRA REYNSLA Einn heppin n fær endurgreiðs lu Dregið 20. s ept. 2020 100% BORGARPLAST HF. Fráveitulausnir og ker: Völuteig 31, 270 Mosfellsbæ, Sími: 561 2211 Húseinangrun og frauðkassar: Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ, Sími: 561 2210 borgarplast.is Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu víðs vegar á landsbyggðinni. Í júní bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum: Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Akureyri | Akranes | Egilsstaðir | Húsavík | Reykjanesbær | Selfoss | Sauðárkrókur helmingi orkufjárfestinga í þró- unarhagkerfum. Þriðjungs samdrætti spáð í fjárfestingum í olíu- og gasiðnaði Búist er við að fjárfesting á heims- vísu í olíu og gasi muni falla um tæpan þriðjung árið 2020. Nú er þegar þrýst á „shale-iðnað- inn“ (olíusandsteinsvinnsluna í Bandaríkjunum) um að draga úr framleiðslu sinni. Þar hefur traust fjárfesta og aðgengi að fjármagni nær algjörlega þornað upp. Gert er ráð fyrir að fjárfesting í olíusand- steinsvinnslu muni falla um 50% árið 2020 að mati skýrsluhöfunda WEI. Á sama tíma skortir mörg bandarísk olíufyrirtæki nú sárlega fjármagn. Ef fjárfesting helst jafn lítil og nú er þá mun það draga úr framboði á olíu af stærðargráðu sem ekki var gert ráð fyrir fyrr en á árinu 2025, eða um tæplega 9 milljónir tunna á dag. Það skapar greinilega hættu á mörkuðum ef eftirspurn fer svo að snúa aftur á þá braut sem var fyrir kreppuna. Óttast afturkipp í þróun sjálfbærra orkukerfa Útgjöld í orkugeiranum stefna í að minnka um 10% árið 2020, sem veldur áhyggjum um að aft- urkippur verði í þróun öruggari og sjálfbærari raforkukerfa. Fjárfesting í endurnýjanlegri orku hefur samt verið sveigjanlegri í kreppunni en jarðefnaeldsneyti, en útgjöld til sólarorkustöðva á þaki heimila og fyrirtækja hafa orðið fyrir miklum áhrifum af stöðunni. Endanlegar fjárfestingarákvarðanir á fyrsta árs- fjórðungi 2020 til nýrra vind- og sólarorkuverkefna féllu niður í það sem var fyrir þremur árum. Gert er ráð fyrir að 9% sam- dráttur verði í fjárfestingum í raf- orkunetum á þessu ári, sem er mikið fall frá árinu 2019. Þá hefur orðið stöðnun í fjárfestingum í mikil- vægum þáttum sem áttu að auka sveigjanleika raforkukerfisins. Það er samfara stöðnun í fjárfestingum í orkustöðvum sem nýta metan- gas sem og fjárfestingum í raf- geymavinnslu sem hafa þurrkast út. Skýr viðvörunarmerki fyrir raforkuöryggi í framtíðinni Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA, segir að raforkudreifikerfið hafi verið afar mikilvægt í öllum neyðar- viðbrögðum vegna COVID-19. „Þetta net verður að vera öflugt og áreiðanlegt til að verjast áföllum í framtíðinni. Einnig til að koma til móts við vaxandi hlutdeild vind- og sólarorku. Neikvæð fjárfestingar- þróun dagsins í dag eru skýr við- vörunarmerki fyrir raforkuöryggi í framtíðinni,“ sagði Birol. Bætt orkunýting er önnur meginstoða hreinna orkuflutn- inga. Þar blasir líka við fjármagns- skortur. Áætluð fjárfesting í auk- inni hagkvæmni er talin falla um 10–15% um leið og sala bifreiða og byggingarstarfsemi dregst saman og útgjöld til kaupa á skilvirkari tækjum og búnaði eru afturkölluð. Heildarhlutdeild orkunotkun- ar á heimsvísu sem fer í hreina orkutækni – þ.mt endurnýjanlega orku, nýtingu, kjarnorku og kolefn- isbindingu, nýtingu og geymslu – hefur verið föst í um það bil þriðj- ungi á undanförnum árum. Árið 2020 mun það stökkva í átt að 40%, en aðeins vegna þess að jarðefna- eldsneyti tekur svo mikið áfall. Að öllu jöfnu er það langt undir þeim stigum sem þyrfti til að flýta fyrir orkuflutningum. „Kreppan hefur leitt til minni losunar en af röngum ástæðum. Ef við ætlum að ná varanlegri lækkun á losun um allan heim, þá verðum við að sjá hratt aukningu á fjár- festingu í hreinni orku,“ sagði dr. Birol. „Viðbrögð stefnumótandi aðila verða mikilvægar – og að hve miklu leyti áhyggjur af orku og sjálfbærni verða samþættar bata- áætlunum. Komandi sérskýrsla World Energy Outlook um vænt- anlega endurheimt IEA mun veita skýrar ráðleggingar um hvernig stjórnvöld geta fljótt skapað störf og hvatt til atvinnustarfsemi með því að byggja upp hreinni og sveigjanlegri orkukerfi sem munu koma löndum þeirra til góða á kom- andi áratugum.“ Kolanotkunin eykst hröðum skrefum COVID-19 kreppan skaðar kola- iðnað inn vegna minni fjárfestinga í kolaframboði. Þær munu dragast saman um fjórðung á þessu ári. Þrátt fyrir 80% samdrátt í ákvörðunum um uppbyggingu á kolakyntum verksmiðjum síðan 2015, þá heldur kolanotkunin áfram að aukast í heiminum. Samkvæmt fyrirliggj- andi gögnum og tilkynningum voru samþykktar tvöfalt fleiri nýjar kola- kyntar verksmiðjur og orkuver á fyrsta ársfjórðungi 2020 en allt árið 2019. Þau eru aðallega í Kína, sam- kvæmt úttekt IEA. /HKr. Eitt af nýrri fjárfestingarverkefnunum í vatnsorkuverum er Kariba-stíflan í Zambezi-ánni í Simbabve í Afríku. Þurrkar og lækkandi vatnsstaða hafa þó ógnað fjárhagsafkomu þessa mannvirkis. Þetta er á frægðarslóðum dr. David Livingston sem kallaði ána „Hraðbraut Guðs“. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og öll lögbýli á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.