Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202030 ÍSLAND ER LAND ÞITT Breyting á atvinnuháttum í Fljótsdalshreppi: Landbúnaður víkur fyrir aukinni ferðaþjónustu Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í atvinnuháttum í Fljótsdalshreppi í áranna rás. Landbúnaður er þó enn aðal­ atvinnuvegur þeirra sem hafa fasta búsetu í hreppnum árið um kring. Föst búseta er á um 20 jörðum um þessar mundir, heimilisfólk á hverjum og einum færra en áður var og einbúar á um fjórðungi byggðra bæja. Árið 2018 voru í hreppnum 21 íbúðarhús með heils- ársbúsetu og 5 hús án samfelldrar búsetu. Íbúum hefur snarfækkað á síðustu árum og eru þeir nú aðeins 74 talsins. Færri sauðfjárbú og engin kúabú Í eina tíð voru stór sauðfjárbú í Fljótsdalshreppi en öllu fé var fargað vegna riðuveiki árið 1990. Hættu þá margir að búa með sauðfé og sneru sér að skógrækt, ýmist sem aðal- eða aukabúgrein. Skógrækt og vinnsla afurða hefur að nokkru leyst sauðfjárbúskap af hólmi. Innan við 5 þúsund kindur eru nú í Fljótsdalshreppi. Nautgriparækt og mjólkurfram- leiðsla hefur þó orðið öllu harðar úti, því að heita má að enginn kúabúskapur hafi verið stund- aður í hreppnum frá aldamótum. Kornrækt er stunduð á einu býli en fyrir fáum árum var korn ræktað á 8 til 9 ha lands. Hrossarækt og tamningar eru hins vegar stundaðar á flestum bæjum, m.a. í tengslum við vaxandi ferðaþjónustu og hestaferðir. Ársverkum í landbúnaði fækkar Samdráttur í landbúnaði hefur sjálfkrafa leitt til þess að flestir ábúendur bújarða vinna við ýmis störf utan heimilis meðfram bú- rekstri, jafnvel utan heimasveitar. Árið 2013 voru ársverk í landbún- aði (þ.e. sauðfjár-, skóg- og hrossa- rækt) talin 20 og 15 árið 2018, þ.e. fækkun um fimm ársverk. Það ár var sömuleiðis áætlað að þeim myndi fækka um tvö ársverk á komandi árum og verða aðeins 13 um 2026. Aukin fjölbreytni Á allra síðustu árum hefur fjöl- breytni starfa aukist töluvert í sveitar- félaginu. Ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg. Innan sveitarfélags- ins eru margir þekktir staðir. Nefna má Skriðuklaustur með Gunnarsstofnun og Klaust ur kaffi, þar er einnig Snæfells stofa, Laugafellsskáli, gisti- húsið Fljótsdalsgrund og Óbyggða- setur Íslands. Hengi foss er innan hreppsins og laðar hann að sér fjölda ferða manna ár hvert. Eins gegna Fljótsdalsstöð og fyrirtækið Skógarafurðir mikilvægu hlut verki í atvinnulegu tilliti. Um svifin í ferða- þjónustunni eru þó árstíðabundin, fá heilsársstörf í boði en þó nokkuð um hlutastörf frá vori fram á haust. /MÞÞ „Þetta er mjög áhugavert ver­ kefni og alveg ný nálgun hjá sveitarfélaginu að fara þessa leið. Þetta sýnir ákveðið hugrekki og er í raun til fyrirmyndar,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og annar eigenda stofunnar TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir. Staðarval vegna nýs byggðar- kjarna sem ráðgert er að rísi í Fljótsdalshreppi stendur nú yfir, en starfsfólk TGJ hefur undan- farnar vikur unnið að könnun- inni fyrir sveitarfélagið og sam- félagsnefnd Fljótsdalshrepps. Auk Páls vinna að verkefninu þau Gunnlaugur Halldórsson þjóðhátta- og fornleifafræðing- ur, Henning Klipper arkitekt og Sigrún Birna Sigurðardóttir, dr. í samgöngusálfræði. Staðarvalskönnunin er liður í verkefninu „Fögur framtíð í Fljótsdal“ og lýtur hún að því að finna byggðarkjarna stað í Fljótsdal, en enginn slíkur er í sveitarfélaginu. Tilgangurinn er einkum sá, að vegna uppbyggingar innan ferðaþjónustunnar er vaxandi þörf fyrir íbúðarhúsnæði í hreppn- um, bæði til leigu og mögulegrar sölu. Umhverfissálfræði höfð að leiðarljósi við valið „Við bendum á þrjá staði sem upp- fylla þau skilyrði sem sett eru nýjum byggðarkjörnum en það er sveitar- stjórnar að ákveða endanlega hvar byggðin muni á endanum rísa,“ segir Páll. „Sveitarfélagið vill geta boðið upp á eftirsóknarverðan, einstakan og vistvænan byggðarkjarna sem fellur vel að landslagi, er öruggur frá náttúrunnar hendi, aðgengilegur hvað varðar samgöngur og að hann henti vaxandi starfsemi í Fljótsdal.“ Staðarvalið á að byggja á forsend- um umhverfissálfræði á þann hátt að uppbyggingin hámarki vellíðan og jákvæða upplifun íbúa og gesta, en Páll segir að gert sé ráð fyrir að til að byrja með verði íbúar kjarnans 10 til 20 talsins og að hámarki um 50 manns. Að mörgu þarf að hyggja Páll segir að vissulega sé nokkuð sérstakt hvernig hér er staðið að vali á heppilegum stað fyrir byggðar- kjarna og mjög til fyrirmyndar sú Staðarval vegna nýs byggðarkjarna í Fljótsdalshreppi: Áhugavert verkefni og ný nálgun við val á heppilegum stað – Bent á þrjá staði fyrir eftirsóknarverðan og vistvænan byggðarkjarna Flugsýn út yfir Fljótsdal. Næst er Jökulsá í farvegi sínum og samsíða henni er afrennslisskurður Fljótsdalsstöðvar (Kárahnjúkavirkjunar), sem sameinast Keldá á dalsléttunni fram undan Valþjófsstað. Mynd / Skarphéðinn G. Þórisson Horft úr norðaustri yfir miðdalinn og afdalina. Til vinstri er Gilsárgil á sveitarmörkum og innan við það Ranaskógur og Gilsáreyri, þar sem Upphéraðsvegur (931) og Leirubrú (byggð 2001) þvera Jökulsá á Leirunum við Fljótsbotn- inn, fram undan Hengifossárgljúfri að norðanverðu. Nokkru innar er Bessastaðaárgil, en ofarlega fyrir miðri mynd greinist dalurinn um Múla í Suðurdal og Norðurdal. Vatnajökull og Snæfell í baksýn. Mynd / Skarphéðinn G. Þórisson Eyðijörðin Hamborg er meðal þeirra staða sem álitlegir eru fyrir staðsetningu byggðarkjarna. Næst túninu eru Bessastaðir í miðjum skógarlundi, en fjær er býlið Eyrarland. Mynd / Páll J. Líndal Dr. Páll Jakob Líndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.