Bændablaðið - 04.06.2020, Page 31

Bændablaðið - 04.06.2020, Page 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 31 nálgun sem sveitarstjórn hefur á verk efnið, þ.e. að beina sjónum fyrst og fremst að hagsmunum íbúanna sem búa munu í byggðarkjarnanum. Staðarvalið eigi einkum og sér í lagi að vera á þeirra forsendum. „Það er heilmargt sem hafa þarf í huga þegar farið er yfir þessi mál og þær forsendur sem þurfa að vera fyrir hendi,“ segir Páll. Í því felst m.a. greining á stað- háttum og í því skyni hafa starfs- menn TGJ farið tvívegis á vettvang og metið sérstaklega 10 staði, sem við upphaf máls þóttu helst koma til greina. Eftir þá athugun og nánara mat hefur þeim valkostum verið fækkað í þrjá, sem álitlegastir þykja og þurfa heimamenn síðar að velja á milli. Vaxandi ferðaþjónusta Fljótsdalshreppur hefur alla tíð verið öflug landbúnaðarsveit, en á síðustu árum hefur sauðfé og sauð- fjárbændum fækkað verulega frá því sem áður var. Kúabúskapur heyrir sögunni til í hreppnum. Skógrækt er hins vegar umtalsverð, en hin síðari ár hefur ferðaþjónustu vaxið mjög fiskur um hrygg á svæðinu, enda fjölmargir staðir innan þess sem ferðalanga fýsir að sjá og skoða. Umsvifin eru mest að sumarlagi og þá þarf að leita eftir starfsfólki utan sveitarfélagsins en laust húsnæði er af skornum skammti. Páll segir að fyrir því sé heimild samkvæmt aðalskipulagi að reisa allt að þrjú íbúðarhús á hverri jörð. Í stað þess að fara þá leið og byggja hús hér og hvar á aðskildum jörðum hafi vaknað sú hugmynd að stofna til sérstaks byggðarkjarna í hreppnum. Öryggi og góð samfélagsupplifun Við staðarvalið er m.a. unnið með sálfræðilegar aðferðir og forsendur og þar eru nokkrar breytur hafðar til hliðsjónar; öryggi, sjálfræði og stjórn, samfélagsupplifun, félags- auður, sálfræðileg endurheimt og athafnir utan dyra. „Þessi atriði eru í forgrunni við staðarval byggðarkjarna og fengum við þau tilmæli að hvorki landamerki né eignarhald á jörðum þyrfti að setja leitinni skorður. Við höfum skoðað staðhætti með tilliti til landslags og annarra náttúru- og umhverfisþátta, þar á meðal nálægð við helstu nátt- úruperlur hreppsins en jafnframt metið svæðið með hliðsjón af nátt- úruvá og sjónmengun af stórum raf- línumöstrum. Eins höfum við tekið mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og lýðheilsumarkmiðum. Allar þessar breytur eru teknar með í reikninginn,“ segir Páll. Að fólk upplifi góð lífsgæði í umhverfi sínu Páll bendir á að fólk kjósi að búa á stað sem veiti öryggistilfinningu og þar sem yfirvofandi náttúruvá sé ekki fyrir hendi. Helstu hættur í þeim efnum í Fljótsdal eru aur- og jarðvegsskriður, krapa- og vatnsflóð. Áhersla er lögð á að hvorki skipu- lögð íbúða- eða frístundabyggð verði á meintum hættusvæðum. „Það vilja allir hafa stjórn á sínum aðstæðum og það hversu mikil sú stjórn er skiptir miklu máli varðandi það hvernig fólk upplifir sig í samfélaginu. Því meiri stjórn sem fólk telur sig hafa á sínum aðstæðum, því minni streitu upplifir það og býr þá við betri heilsu,“ segir Páll. Félagsauður snýst um á hvern hátt fólk upplifir sig innan samfélagsins og hvort því finnist það vera partur af því. Sálfræðileg endurheimt snýst um hversu vel fólki tekst að „hlaða batteríin“ í dagsins önn, en um er að ræða lífsnauðsynlegt ferli. Rannsóknir hafa sýnt að umhverfi hefur mikil áhrif á hversu hratt og vel ferlið gengur, og eru áhrif nátt- úrunnar mjög mikilvæg í þessu samhengi. „Nauðsynlegt er því að huga að öllum þessum þáttum svo fólk upplifi góð lífsgæði í umhverfi sínu og sé þannig betur í stakk búið til að takast á við sín verk- efni.“ Eins skiptir máli að sögn Páls hvar í sveitarfélaginu byggðar- kjarninn sé staðsettur, þ.e. í jaðri þess eða fyrir miðju og hvernig samgöngum til og frá eða um þétt- býlið sjálft er háttað. „Það er mjög sérstakt hér á landi að til standi að byggja upp nýjan byggðarkjarna frá grunni. Það er því einkar ánægjulegt að þessir sálfræðilegu þættir skuli hafðir að leiðarljósi við staðarvalið. Þeir vilja því miður oft gleymast. Þetta hefur verið skemmtileg vinna,“ segir Páll. Lokaskýrsla TGJ, þar sem bent er á þrjá fýsilega staði fyrir byggðarkjarnann verður lögð fyrir sveitarstjórn innan tíðar. /MÞÞ – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 18. júní Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson ÍSLAND ER LAND ÞITT Flugsýn yfir Bessastaðaárgil og nærsvæði. Fyrir miðri mynd hlykkjast Kárahnjúkavegur upp hlíðina utan við gilið og ofan við hið forna höfðuðból Bessastaði og eyðibýlið Hamborg nær ánni. Mynd / Skarphéðinn G. Þórisson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.