Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 50

Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202050 Bændur á Íslandi líta nú væntan­ lega flestir á gula slikju á túnum sínum, vegna túnfífla, sóleyja og álíka illgresis, sem merki um að það sé tímabært að endurrækta túnin og líklega fyrir alllöngu. Það að vera með heilt stykki eða jafnvel mörg stykki eingöngu með túnfíflum þekkist því varla hér á landi, a.m.k. ekki vegna ræktun­ arákvörðunar, en það gæti breyst á næstunni. Túnfíflar, sem áður var fyrst og fremst litið á sem illgresi, eru nefnilega efniviður í heilsubætandi afurðir og ef þeir eru sérstaklega ræktaðir til slíks brúks þá geta þeir verið góð söluvara! Það gæti því vel verið að „illgresisræktun“ gæti orðið nýjasta nýsköpunin í landbúnaði hér á landi, en þegar er ágæt reynsla af m.a. túnfíflaræktun í Danmörku. Þá hefur ræktun á hreinum rauðsmára í Danmörku einnig náð góðri fótfestu en þó svo að hann sé oftast nýttur sem fóður fyrir búfé, þá hentar hann einnig vel til heilsuvörugerðar. Nýting túnfífla Túnfífill og aðrar íslenskar jurtir hafa verið nýttar til matargerðar og lækninga í hundruð ára en líklega er notkun og nýting á túnfíflum frekar óalgeng hér á landi í dag. Hér áður fyrr var seyði af rótum túnfífils notað við lifrarveiki og gallstíflum og blöðin, sem kallast hrafnablöðkur, nýtt gegn harðlífi sem og voru sögð þvaglosandi, svo dæmi sé tekið. Með einfaldri leit á veraldar­ vefnum má finna margs konar til­ lögur að nýtingu túnfífils eins og að nýta hrafnablöðkurnar í salat eða til pestógerðar, blómstönglana í salat og margar aðrar hugmyndir að nýtingu má finna. Í Danmörku byggist þó ræktun á túnfíflum á því að framleiða seyði sem sagt er að bæti meltingu og hafi ýmis önnur bætandi áhrif, m.a. á gigt. Rannsóknir staðfesta áhrifin Það eru til margar frásagnir af heilsu­ bætandi áhrifum af hinum og þessum afurðum en oft vantar rannsóknir til þess að styðja við fullyrðingarnar um þessi áhrif. Árið 2012 voru birtar í Danmörku rannsóknaniður­ stöður um jákvæð áhrif neyslu rauð­ smáraþykknis á heilsu kvenna á breytingaskeiði. Rauðsmáraþykknið inniheldur nefnilega efni sem líkist vakanum estrógeni og hjálpar þetta efni úr rauðsmáranum við að draga úr áhrifum svokallaðara hitasveiflna sem oft fylgja breytingaskeiðinu. Þá Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Nú eru miklar annir hjá garðplöntuframleiðendum. Veturinn er svo sem enginn hvíldartími hjá þeim, sáning og uppeldi ungplantna á sér stað í febrúar og fram í apríl og þá tekur við framhalds­ ræktun þeirra og undirbún­ ingsvinna fyrir vorið sem er sannkallaður annatími, bæði hjá fram leiðendum og eins hinum almenna garð­ eiganda. Sumarblómin eru komin í sölu og sömuleiðis allar fjölæru plönturnar, trén og runnarnir sem hafa verið í ræktun bæði í gróðurhúsum og á skýldum stöðum utanhúss. Þegar líður að hausti tekur svo við vetrarfrágangur plantna og viðhaldsvinna af ýmsu tagi. Garðplöntur þurfa langan ræktunartíma Sumar tegundir hafa verið mörg ár í ræktun þegar þær teljast loks tilbúnar til gróðursetningar í garða. Ekki er óalgengt að ræktun skrautrunna frá fræi eða græðlingi til fullbúinnar plöntu taki 3–4 ár, með tilheyrandi umhirðu og eft­ irliti. Stálpaðar trjáplöntur getur þurft að fóstra í gróðrarstöð tals­ vert lengur. Nýliðinn vetur var víða snjóþungur og hélt framleið­ endum við efnið. Tré og runnar lentu undir miklu snjófargi sums staðar með þeim afleiðingum að talsverð afföll urðu í ræktun­ inni. En okkar góðu garðyrkju­ fræðingar kunna sitt fag og bjóða nú fallegar plöntur á sölustöðum sínum. Framleiðsluferlið getur verið flókið Til að ná árangri í jafn fjölbreyttri ræktun og garðplöntuframleiðsla er þarf framleiðandi að nota margar aðferðir við fjölgun. Sáning er vissulega algeng, en það getur verið krefjandi að tileinka sér allar þær ólíku sáningaraðferðir sem notast þarf við. Velja þarf fræ af réttum yrkjum, safna því á réttum tíma og geyma það við sérstakar aðstæður sem geta verið mjög ólíkar milli tegunda. Sumt fræ, ekki síst trjáfræ, þarf sérstaka hitameðhöndlun, eða öllu heldur kuldameðhöndlun, til að vekja það af frædvalanum og fá fram jafna og góða spírun. Fjölgun með græðlingum krefst líka sérþekkingar, ekki er eins farið með allar tegundir. Sumum tegundum trjáa og runna er fjölgað með vetrargræðlingum, öðrum með græðlingum sem teknir eru þegar plönturnar eru komnar í fullan vöxt að sumri. Nefna má aðrar aðferðir við fjölgun eins og ágræðslu, sem þarf í sumum tilvikum að notast við til að kalla fram þá eiginleika sem óskað er eftir varðandi útlit og aldinþroska. Ágræðsla er ævagömul list sem er ekki síst notuð við fjölgun ávaxtatrjáa. Öll þessi atriði hafa íslenskir garðplöntufræðingar tileinkað sér. Kennsla í ræktun garð- og skógarplantna Á Reykjum í Ölfusi er miðstöð garðyrkjukennslu á Íslandi. Þar er ma. starfrækt námsbraut í ræktun garð­ og skógarplantna, þar sem farið er í alla þætti framleiðslu sumarblóma, fjölærra blóma, garðarunna, trjáa og skógarplantna. Námið hefur mjög mikið hagnýtt gildi, útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir starfsmenn í öllum geirum garðyrkjuframleiðslunnar. Umhverfismennt og almenn virðing fyrir náttúru, ræktun og skógi er áhersluatriði í allri kennslu á Reykjum. Óhætt er að hvetja alla þá sem áhuga hafa á slíkri ræktun að kynna sér námið á vefsíðu Landbúnaðarháskóla Íslands, lbhi.is. Ingólfur Guðnason GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Garðplönturnar eru tilbúnar Fjölbreytt úrval garðagróðurs er í boði í garðplöntustöðvunum. Myndir / Guðríður Helgadóttir Sumarblóm. Margar tegundir klifurplantna eins og hvít fjallabergsóley prýða íslenska garða. Michael Mohr Jensen, danski túnfíflabóndinn, í miðjum blómstrandi túnfíflaakri. Á innfelldu myndinni er glas með túnfíflasaft. Myndir / Landbrugsavisen/Lars Kelstrup Danski bóndinn Michael Mohr Jensen fer óvenjulegar leiðir: Framleiðir túnfíflasaft af 8 hektara túnfíflaakri – Kannski að „illgresisræktun“ gæti orðið nýjasta nýsköpunin í landbúnaði á Íslandi Túnfífill, sem flestum þykir frekar hvimleiður í túnum og görðum, getur verið til ýmissa hluta nytsamlegur. „Mælkebøttesaft“, eða Túnfíflasaft, frá Michael Mohr Jensen, túnfíflabónda á Fjóni í Danmörku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.