Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 52

Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sæðingar eru almennt ekki mikið notaðar af hjarðbændum, sem gerir dreifingu nýs erfðaefn- is erfiðari, en nýtt erfðaefni frá Noregi var væntanlegt til notkun- ar sumarið 2019. Vorið 2019 kom hugmynd til RML frá bændum í Árbót í Suður-Þingeyjarsýslu að skoða hvað væri hægt að gera til að gera sæðingar raunhæfari kost fyrir hjarðbændur. Í samráði við dýralæknana Þorstein Ólafsson og Aðalbjörgu Jónsdóttur var sett upp athugun í Árbót sem miðaði að því að skoða feril gangmáls hjá holdakúm eftir samstillingu og sæðingu. Fimm önnur bú slógust í hópinn þegar leið á sumarið svo samtals voru sæddar 124 kýr og kvígur eftir samstillingu. Ákveðið var að notast við þá sam- stillingaraðferð sem mest er notuð hér á landi en þá eru kýrnar spraut- aðar tvisvar með 11 daga millibili og síðan tvísætt á 3. og 4. degi eftir seinni sprautuna. Í Árbót, þar sem lagt var upp með að fylgjast með ferli gangmáls, voru kýrnar sónarskoðaðar við og eftir seinni sprautuna til að fylgjast með stærð eggja og finna heppilegasta sæðingatímann. Í Hofsstaðaseli voru prófaðar þrjár mismunandi aðferðir með egglosandi hormón. Allar kýr og kvígur í Árbót og Hofsstaðaseli voru fangskoðaðar. Á hinum búunum var samstillt og sætt ásamt því að egg- losandi hormón var gefið við seinni sæðingu. Samhliða meðhöndlun var skapgerð gripanna metin til að kanna áhrif meðhöndlunarinnar á fanghlut- fallið. Einnig var aðstaða við rag og sæðingar metin á öllum búum. Fyrsti hópurinn í Árbót var sæddur um miðjan júlí 2019, en þá var notað sæði úr Arði og Anga þar sem sæðið úr nýju „norsku“ Angusnautunum ekki var tilbúið. Seinni hópurinn í Árbót var sædd- ur með nýja sæðinu í lok ágúst og sæðingar á hinum 5 búunum fóru fram í september. Fanghlutfall mætti vera betra Mat á þroska eggja hjá kúm í Árbót bentu til þess að heppilegast væri að sæða á 3. og 4. degi eftir seinni sprautuna, sem er í samræmi við það sem gert hefur verið í tengslum við þekktar samstillingaraðferðir. Mat frjótækna á yxni benti til að kýrnar væru tilbúnar fyrir sæðingu. Hins vegar kom í ljós að fáar kýr höfðu haft egglos við seinni sæðingu og því var í framhaldinu lagt upp með að prófa egglosandi hormón á öllum búunum. Kýrnar sýndu mjög lítil beiðsliseinkenni, en það er vel þekkt að beiðslis- einkenni hjá holdakúm séu mjög væg og erfitt getur verið að greina beiðsli hjá þeim. Það hafði áhrif á niðurstöðuna að nautið Baldur kom sérstaklega illa út þegar horft er á fanghlut- fall og skekkir það niðurstöðurn- ar töluvert, en hann var notaður á samtals 18 kýr og aðeins ein þeirra var fengin við fangskoðun. Á Nautastöð BÍ var sæðið úr öllum nautunum skoðað aftur skv. beiðni og ekkert virtist athugavert við það. Samkvæmt Huppu höfðu 28% kúa eða kvígna sem sæddar höfðu verið við Baldri ekki beitt upp 56 dögum eftir sæðingu, á tímabilinu frá ágúst 2019-maí 2020. Ekki var fangskoðað á öllum búunum og því er endanleg fanghlutfall í verkefn- inu ekki komið í ljós. Þar fyrir utan voru hóparnir á flestum búunum of litlir til að hægt væri að greina þá tölfræðilega marktækt, aðeins var hægt að gera það fyrir athugunina í Hofsstaðaseli. Í töflu 1 má finna fanghlutfall fyrir hvert naut á því búi. Ljóst er að fanghlutfall eftir samstillingar og sæðingar í þessu verkefni er lakara en vonir stóðu til. Sérstaklega á það við í Árbót ef tekið er með í reikninginn að þroski eggjanna var mældur og sæðingin stillt inn á það sem talinn var heppi- legasti sæðingartíminn. Ef leiðrétt er fyrir nautinu Baldri var fanghlutfall í Árbót 23,5% (30% úr fyrri hópi og 14,3% úr seinni hópi) og í Hofsstaðaseli var fang- hlutfallið 39% eftir leiðréttingu. Til samanburðar má nefna að Búnaðarsamband Eyjafjarðar skoðaði fyrir nokkru árangur úr samstillingum og sæðingum á mjólkurkúm og þá reyndist árangur vera 34% fanghlutfall. Ekki var marktækur munur á kvígum og kúm í Hofsstaðaseli og ekki var hægt að draga neinar ályktanir af niðurstöðu atferlisprófs í sam- hengi við árangur. Það er þó ljóst að atferlisprófið sýndi skýran mun á milli gripa og gæti reynst bænd- um mjög gagnlegt, til dæmis til að velja þá gripi til undaneldis sem eru auðveldari í meðhöndlun, enda mikið að sækja í að gera hjarðirnar meðfærilegri. Það er ljóst að aðstæður á búun- um hafa mikil áhrif á gripina, þann tíma sem tekur að meðhöndla þá og þá um leið á streitu sem gripirnir sýna. Þá er ótalið öryggi þeirra sem vinna við gripina. Notkun á egglos- andi hormóni virtist ekki hafa nein áhrif á þeim tíma sem það var gefið. Það er vel þekkt að frjósemi sé ekki auðveldur þáttur að eiga við en margir umhverfisþættir hafa áhrif á hana. Þar má nefna aðstöðu, fóðrun, bústjórn o.fl. Í verkefninu var t.d. ekki horft sérstaklega til fóðrunar og uppeldis kvígna, en þau tvö atriði geta haft áhrif á frjósemi. Einnig var ekki notuð markviss beiðslis- greining, en erlendis er óalgengt að sæða blint eins og tíðkast við samstillingu hérlendis Kálfar undan Draumi, Vísi og Baldri Fyrstir kálfarnir undan nýju angus- nautunum eru komnir, en flestir koma í júní eða júlí. Síðan er búið að sæða fjölda mjólkurkúa með sæði úr angusnautunum. Við hvetjum alla, bæði holdanautabændur og mjólk- urkúabændur, sem eiga von á að fá kálf eða kálfa undan „norsku“ Angusnautunum að vigta kálfana við fæðingu og að fæðingarþunginn verði skráður í Huppu. Þar sem hægt er að ná kálfinum er hann vigtaður innan við sólarhring eftir fæðingu og krefst það ekki mikillar tækni því einföld baðvigt dugar. Það þarf að núllstilla vigtina og vigta svo bóndann fyrst. Síðan tekur bóndinn upp kálfinn og stígur aftur á vigtina. Til að finna þyngd kálfsins er þyngd bóndans dregin frá tölunni sem þá birtist. Mikilvægt er að vigta bónd- ann í hvert skipti. Bændur mega endilega taka myndir af kálfunum og senda þær til okkar á netfangið rml@rml.is. Nýtt verkefni 2020 Það varð ljóst í fyrra að frekari skoðun þyrfti á því hvernig hægt væri að gera sæðingar aðgengilegri kost fyrir holdanautabændur. Því var sótt um styrk úr fagfé nautgripa- ræktarinnar vorið 2020 í áfram- haldandi verkefni. Styrkur var veittur og sumarið 2020 verða sæddar 15-20 kýr í Árbót og 30-40 kvígur í Hofsstaðaseli. Í Árbót verður prófuð ný samstill- ingaaðferð sem hefur reynst vel í Kanada og í Hofsstaðaseli verð- ur notuð sama aðferð og sumarið 2019. Hins vegar verða kvígurnar í Hofsstaðaseli vigtaðar 2-3 sinn- um fyrir sæðingu samhliða því að holdafar, þroski og skapgerð þeirra verða metin. Þar sem nýja sæðið úr nautunum úr árgangi 2019 er ekki enn tilbúið var ákveðið að nota Draum á alla kýr og kvígur, en sæðið úr Vísi er búið og eins og fram kemur í niðurstöðunum gekk illa að nota Baldur svo ekki er forsvaranlegt að nota hann í svona verkefni. Vonandi næst betri árangur með nýju samstillingaaðferðinni og með því að fylgja kvígunum betur eftir og venja þær betur við tökubásana og almenna umgengni við fólk. Ditte Clausen ráðunautur, Búfjárræktar- og þjónustusvið ditte@rml.is Sæðing holdakúa 2019 Úr verkefninu sæðing holdakúa 2019 komu fyrstu kálfar í heiminn í maí. Það voru hins vegar ekki kálfar undan nýju Angus-nautunum heldur undan Arði og Anga. Tafla 1. Fanghlutfall notaða nauta í Hofsstaðaseli og heildar fanghlutfall fyrir og eftir leiðréttingu fyrir Baldri Naut Staðfest fang Fj. sæðinga Fanghlutfall (%) Draumur 12 34 35 Baldur 1 18 6 Vísir 4 7 27 Samtals 17 59 29 Leiðrétt fyrir Baldri 17 41 39 Merkisdagur á Nýjabæ þegar Draumsdóttirin fæddist 23. maí sl. og er Jón Örn Ólafsson bóndi hæstánægður með hana. börn og vél- knúin ökutæki bílar, dráttarvélar, vöruflutninga- eða mjólkurbílar ættu aldrei að nálgast leiksvæði barna. Það er góð hugmynd að girða leikvelli tryggilega af og sjá til þess að vélknúin ökutæki þurfi ekki að snúa eða bakka í námunda við þá. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.