Íþróttablaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 5
I blaéinu
íþróttamaður ársins:
Þetta blað er að verulegu leyti helgað heiðrun
íþróttablaðsins á „Iþróttamanni ársins 1978“, en
skömmu fyrir jól voru kunngerð úrslit í því vali. Er
þetta í sjötta sinn sem íþróttablaðið gengst fyrir slíku
vali, í samráði við sérsambönd íþróttasambands ís-
lands. Voru verðlaunin afhent í kvöldverðarhófi að
Hótel Loftleiðum, en ÍSl og íþróttablaðið nutu góðs
stuðnings tveggja fyrirtækja við hófið: Osta- og
smjörsölunnar og Hótel Loftleiða h.f. Kunnum við
þessum fyrirtækjum hinar beztu þakkir fyrir stuðn-
inginn, en bæði eru þau þekkt fyrir góðan stuðning
við íþróttafólk fyrr og síðar. I Iþróttablaðinu birtast nú
viðtöl eða umsagfiir um það fólk sem nú varð
heiðursins aðnjótandi, en það var eftirtaiið: Árni Ind-
riðason, Jón Sigurðsson, Skúli Óskarsson, Steinunn
Sæmundsdóttir, Jóhann Kjartansson, Gylfi Kristins-
son, Bjarni Friðriksson, Karl Þórðarson, Jóhanna
Guðjónsdóttir, Þórunn Alfreðsdóttir, Berglind Pét-
ursdóttir, Óskar Jakobsson, Tómas Guðjónsson, Jó-
hann H. Níelsson, Arnór Pétursson og Eyþór Péturs-
son.
Annað:
Af öðru efni í blaðinu má nefna grein Jóhanns Inga
Gunnarssonar landsliðsþjálfara og landsliðseinvalds
í handknattleik, grein er um afreksíþróttir eftir Jó-
hannes Sæmundsson, fulltrúa fSÍ, fjallað er um
Evrópubikarkeppni landsliða í knattspyrnu og fl.
5