Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 8

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 8
alla íþróttastarfsemi í landinu. Hvenær ætla augu stjórnvalda að opnast fyrir gildi íþrótta? íþróttir hafa ekki síður menningarlegt gildi en sinfóníuhljómsveitin sem fær milljónir í styrki árlega frá ríkinu. Virkir þátttakendur í íþróttum eru um 60.000 og fram- lag ríkisins eru í ár um 90 mill- jónir, sem þarf að skipta niður á milli fjöldamargra aðila auk þess að reka Í.S.Í. og á meðan lesa menn að það kosti 40 milljónir að gera einn sjónvarpsþátt. Ný viðhorf verða að sjá dagsins ljós. Sérsamband eins og H.S.Í. er ekkert nema stórt fyrirtæki sem hefur sárgrætilega litla tekju- möguleika. Helztu tekjur eru af landsleikjum þ.e.a.s. ef að vel gengur. Gott dæmi eru leikirnir við Pólverja þar sem 600 færri áhorfendur koma á seinni lands- leikinn, vegna taps fyrri daginn, en jafntefli náðist í seinni leikn- um. Ef að jafnteflið hefði komið í fyrri leiknum hefði sennilega orðið uppselt á seinni leikinn. Fyrsta sporið sem æskilegt væri að yrði stigið er að 2 til 3 starfsmenn yrðu ráðnir til sér- sambandanna og laun þeirra greidd af því opinbera á sama hátt og æskulýðsstarfsemi er stórlega styrkt með starfsmönn- um. Ef þetta fengist í gegn væri hægt að skipuleggja alla íþrótta- starfsemi miklu betur og um leið þjónar hún þeim tilgangi sem henni ber að gera. Á þessu má sjá að til lengdar fást menn ekki til að sitja í stjórn nema stuttan tíma því að kostn- aður og kröfurnar verða sífellt meiri. En það eru ekki bara stjómarmennirnir sem leggja þurfa dag við nótt til þess að fjármagna og reka starfssemina. Hvað þurfa leikmennirnir að gera sem vilja vera í fremstu röð í handknattleiknum í dag? Snúum JENS GUÐJONSSON, gullsmiður Fagurt djásn er œtíð til Laugavegi 60 og Stigahlíð 45-47 Símar 12392, 36778 okkur lítillega að þeirri hlið mál- anna. Flest 1. deildar og mörg ann- arrar deildarfélög æfa orðið 4 til 5 sinnum í viku auk keppni sem er oftast um helgar. Á æfingar koma leikmenn eftir að hafa unnið 8 til 10 tíma vinnu á dag. Álagið á þessa leikmenn er því oft á tíðum gífurlegt. Ef við setjum dæmið upp að þeir séu einnig í landslið- inu, þá koma inn æfingarlotur þar sem þeir leggja á sig að æfa tvisvar á dag þ.e.a.s. í hádeginu og síðan tvær stundir að kvöldinu til eins og gert var fyrir Baltic-cup keppnina í Danmörku í þessum mánuði. Á þessum mönnum er enn meira álag. Heimilisfriðurinn er í hættu. Þeir koma aldrei heim til sin að borða á réttum tíma og börnin komin i háttinn þegar þeir loks koma heim. Þetta eru leik- mennirnir sem skipa landslið ís- lands. Þetta eru leikmennirnir sem eiga að standast sterkustu atvinnuþjóðum heims snúning í keppni. Leikmenn þessir fá ekk- ert greitt fyrir æfingar eins og sumir virðast halda. Allir leik- menn íslenzka landsliðsins tapa launum á að verja heiður íslands í keppni erlendis. Síðustu ár hef- ur þó það fengist í gegn að ríkis- starfsmenn halda launum, en missa álagsvinnu. Leikönnum sem ekki vinna hjá því opinbera hefur H.S.Í. eftir megni reynt að bæta upp vinnulaun og fá þeir sem samsvarar lægstu verka- mannalaunum. Sums staðar er málum svo komið að sumir þessara leik- manna hafa fengið orð í eyra og óvinsældir vinnufélaga vegna þátttöku sinnar í íþróttinni. Þannig eiga leikmenn nú á hættu að missa atvinnu sína ef þeim verður það á í lífinu að vera góðir handboltamenn og á sama tíma eiga þessir leikmenn að vera í góðu andlegu jafnvægi og vinna allar beztu þjóðir heimsins. Ef 8

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.