Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Qupperneq 16

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Qupperneq 16
Kröfurnar til landsliðsins verða að vera raunhæfar Árni Indriðason fyrirliði íslenzka landsliðsins í handknattleik er 29 ára Reykvíkingur með cand. mag. próf í sagnfræði frá Háskóla íslands. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1970 og prófi frá HÍ um áramótin 1976—77 og fjallaði próf- ritgerð hans, sem var hluti af samnorrænu verkefni um byggðasögu miðalda, nánar tiltekið á rannsókn á efna- hagsástandi í Skagafirði á miðöldum og urðu niður- stöður Árna, að á þeim tím- um hefði verið kreppa í Skagafirði. Árni kennir nú sögu við MR. Ekki gafst færi á að spjalla við Árna, er verðlaun voru afhent og hann tók við bikar sínum, sem handknattleiksmaður ársins og það var ekki fyrr en að lokínni Baltic-cup- keppninni í Danmörku að íþróttablaðið náði tali af honum. Árni sagði okkur að hann hefði byrjað að æfa handbolta í 1. bekk í gagnfræðaskóla og þá með KR. Með KR lék hann síðan fram til 1968, er hann gekk í Gróttu og síðan í Víking 1977. Árni á yfir 50 landsleiki að baki, en veit það ekki nákvæmlega, þar sem leikjabókhald HSÍ hefur eitthvað skolazt til og þarf að endurskoða. Frá því að Árni var fyrst valinn í landsliðið 1974 hefur hann verið Árni Indriðason fastur maður í liðinu utan B-keppninnar í Austurríki, er annríki við nám og svo meiðsli í baki, sem hann hlaut í pressuleik, dæmdu hann úr leik þá. Árni er vel að kjöri kominn, handknatt- leiksunnendur hafa lengi dáðst að ósérhlífni hans og dugnaði í leik og hann ásamt Ólafi H. Jónssyni, er einn bezti varnar- maður, sem leikið hefur fyrir ís- land. Við spurðum Árna hvernig það hefði æxlazt að hann varð einkum þekktur, sem varnar- maður í landsliðinu, því að með Gróttu var hann með skæðari sóknarmönnum og skoraði jafn- an mikið af mörkum. — Ég veit ekki hvers vegna. Ég veit það hins vegar að það er enginn vandi að vera góður í vörn, það krefst aðeins vinnu og mikillar vinnu. Þess vegna er það, að margir góðir sóknarmenn eru aðeins 50% leikmenn, því að varnarleikur á ekki eins vel við þá. Það er annars athyglisvert hve varnarleikur hefur lengi verið vanræktur á íslandi, því að flestir okkar kunnustu handknattleiks- menn hafa verið þekktir fyrir sóknarleik. — Nú er það svo með lands- liðinu, að þú spilar orðið mest í vörn. Saknar þú ekki sóknar- leiksins? — Jú, ég held að flestir þeir leikmenn, sem skipta inná og útaf í vörn og sókn, telji það miður. Maður verður að vera með í sókninni líka til að fá fulla til- finningu fyrir leiknum. Nú, sóknarmenn segja hið sama, að þeir verði að vera í vörn til að finna andstæðinginn. Hins vegar er það, að þetta venzt eins og annað. — Hvað kom til að þú skiptir yfir í Víking á sínum tíma? — Ástæðan var einkum sú, að það kom upp óánægja í hópi leikmanna í Gróttu. Það er einnig svo að maður finnur, að ef á að ná þeim árangri, sem maður stefnir að, verður maður að vera með klassamönnum. — Þú hefur ekki náð því marki enn að verða íslandsmeistari? 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.