Íþróttablaðið - 01.01.1979, Qupperneq 16
Kröfurnar til landsliðsins
verða að vera raunhæfar
Árni Indriðason fyrirliði
íslenzka landsliðsins í
handknattleik er 29 ára
Reykvíkingur með cand.
mag. próf í sagnfræði frá
Háskóla íslands. Hann lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1970
og prófi frá HÍ um áramótin
1976—77 og fjallaði próf-
ritgerð hans, sem var hluti
af samnorrænu verkefni um
byggðasögu miðalda, nánar
tiltekið á rannsókn á efna-
hagsástandi í Skagafirði á
miðöldum og urðu niður-
stöður Árna, að á þeim tím-
um hefði verið kreppa í
Skagafirði. Árni kennir nú
sögu við MR. Ekki gafst
færi á að spjalla við Árna, er
verðlaun voru afhent og
hann tók við bikar sínum,
sem handknattleiksmaður
ársins og það var ekki fyrr
en að lokínni Baltic-cup-
keppninni í Danmörku að
íþróttablaðið náði tali af
honum.
Árni sagði okkur að hann hefði
byrjað að æfa handbolta í 1. bekk
í gagnfræðaskóla og þá með KR.
Með KR lék hann síðan fram til
1968, er hann gekk í Gróttu og
síðan í Víking 1977. Árni á yfir 50
landsleiki að baki, en veit það
ekki nákvæmlega, þar sem
leikjabókhald HSÍ hefur eitthvað
skolazt til og þarf að endurskoða.
Frá því að Árni var fyrst valinn í
landsliðið 1974 hefur hann verið
Árni
Indriðason
fastur maður í liðinu utan
B-keppninnar í Austurríki, er
annríki við nám og svo meiðsli í
baki, sem hann hlaut í pressuleik,
dæmdu hann úr leik þá. Árni er
vel að kjöri kominn, handknatt-
leiksunnendur hafa lengi dáðst
að ósérhlífni hans og dugnaði í
leik og hann ásamt Ólafi H.
Jónssyni, er einn bezti varnar-
maður, sem leikið hefur fyrir ís-
land.
Við spurðum Árna hvernig
það hefði æxlazt að hann varð
einkum þekktur, sem varnar-
maður í landsliðinu, því að með
Gróttu var hann með skæðari
sóknarmönnum og skoraði jafn-
an mikið af mörkum.
— Ég veit ekki hvers vegna. Ég
veit það hins vegar að það er
enginn vandi að vera góður í
vörn, það krefst aðeins vinnu og
mikillar vinnu. Þess vegna er það,
að margir góðir sóknarmenn eru
aðeins 50% leikmenn, því að
varnarleikur á ekki eins vel við
þá. Það er annars athyglisvert hve
varnarleikur hefur lengi verið
vanræktur á íslandi, því að flestir
okkar kunnustu handknattleiks-
menn hafa verið þekktir fyrir
sóknarleik.
— Nú er það svo með lands-
liðinu, að þú spilar orðið mest í
vörn. Saknar þú ekki sóknar-
leiksins?
— Jú, ég held að flestir þeir
leikmenn, sem skipta inná og útaf
í vörn og sókn, telji það miður.
Maður verður að vera með í
sókninni líka til að fá fulla til-
finningu fyrir leiknum. Nú,
sóknarmenn segja hið sama, að
þeir verði að vera í vörn til að
finna andstæðinginn. Hins vegar
er það, að þetta venzt eins og
annað.
— Hvað kom til að þú skiptir
yfir í Víking á sínum tíma?
— Ástæðan var einkum sú, að
það kom upp óánægja í hópi
leikmanna í Gróttu. Það er einnig
svo að maður finnur, að ef á að
ná þeim árangri, sem maður
stefnir að, verður maður að vera
með klassamönnum.
— Þú hefur ekki náð því marki
enn að verða íslandsmeistari?
16