Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 25
Steinunn Sæmundsdóttir „skíðamaður ársins“
Þrotlausar æfingar bak við
hinn góða árangur
Steinunn Sæmundsdóttir,
19 ára nemandi í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð var
valin „Skíðamaður ársins
1978“. Steinunn var vel að
þeim titli komin, þar sem
hún skaraði framúr íslenzk-
um skíðakonum á árinu og
náði mjög góðum árangri.
Var það raunar ekki fyrsta
árið sem Steinunn var at-
kvæðamikil, þar sem hún
hefur verið í fremstu röð ís-
lenzkra skíðakvenna, allt
frá því að hún fór að keppa,
árið 1972, og á Ólympíu-
leikunum í Innsbruch 1976
náði hún frábærum árangri í
svigi, varð í 16. sæti.
Steinunn fór til útlanda með
skíðalandsliðinu, skömmu eftir
áramót og fékk íþróttablaðið því
upplýsingar hjá föður hennar,
Sæmundi Óskarssyni, prófessor,
sem jafnframt er formaður
Skíðasambands íslands.
— Steinunn komst fyrst í kynni
við skíðaíþróttina 1970, er fjöl-
skyldan fór að fara saman á skíði,
við hjónin og krakkamir okkar,
sem eru fimm, sagði Sæmundur
25