Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 33

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 33
Norðmenn og Dani. En þetta er ekki eins auðvelt viðfangs og virðist í fljótu bragði. Júdósambandið er fjárvana, og það kostar auðvitað gífur- lega peninga að efna til slíkra móta. — Hvaða kostir prýða góðan júdómann? — Góður júdómaður þarf að búa yfir snerpu, lipurð, kröftum og tækni. Ég held að allir þessir þættir verði að vera samvirkandi, en þó hefur tæknin í flestum tilfellum úr- slitaáhrifin. Ég get nefnt sem dæmi að Finninn sem ég keppti við til úrslita í opna flokknum á Norðurlandamót- inu var mun minni en ég, og þótt ég segi sjálfur frá, þá var hann ekki nærri því eins sterkur. En hann hafði slíka tækni að hann gat dustað mann til að vild, enda búinn að æfa vel og hafði m.a. dvalið í Japan við æfingar. Japanski þjálfarinn hjá okkur hefur mikla tækni, og það gæti eng- inn íslenzkur júdómaður staðist honum snúning, hversu stór og sterkur sem hann ann- ars væri. — Hver eru framtíðar- markmið þín í júdóíþróttinni? — Ég el þann draum í brjósti að komast á Olympíu- leikana í Moskvu 1980. Það verður þó engan veginn auð- velt. Til þess að eiga erindi þangað þarf maður að æfa mjög vel, og ekki nóg með það, — ég þyrfti líka að kom- ast til æfinga erlendis. Á því hef ég mikinn áhuga, en veit ekki hvort af því getur orðið. Það kemur margt til, m.a. námið. Bjarni Friðriksson, ,,Júdómað- ur árins 1978“. Frami hans í íþróttinni hefur verið með skjótum hætti. 33

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.