Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 37

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 37
Komst í kynni við blak- íþróttina í gagnfræðaskóla Jóhanna Guðjónsdótt- ir, 18 ára skólastúlka á Húsavík var valin „Blak- maður ársins 1978“ og er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem kona hlýtur þann titil. Jóhanna leikur með liði Völsungs, en það lið vann nokkuð öruggan sigur í íslandsmótinu í fyrra, og vakti Jóhanna þá sérstaka athygli fyrir frammistöðu sína. — Það er langt síðan ég byrjaði að stunda blak, sagði Jóhanna í viðtali við íþrótta- blaðið. — Ég kynntist því fyrst í skólanum hér, en þá var efnt til blakkeppni milli skólanna, og var mikill áhugi á því móti. Völsungur tók síðan blak á stefnuskrá sína, og hef ég leikið með liðinu undanfarin ár. Okkur gekk vel í fyrra, enda höfðum við þá ágætan þjálfara, Gísla Haraldsson. Jóhanna sagði að keppnis- tækifæri í blaki væru fremur fá. Raunar væri ekki um ann- að að ræða en íslandsmótið, en í kvennakeppni þess taka þátt fimm lið, auk Völsungs lið Þróttar, ÍS, ÍMA og Breiðabliks. — Keppnin í vet- ur verður sennilega mjög tví- sýn, sagði Jóhanna. — Eins og er eru þrjú lið efst og jöfn: Völsungur, ÍS og Þróttur og hafa þessi lið þó öll tapað leik. Við í Völsungi erum ákveðnar í að standa okkur vel í mótinu og verja íslandsmeistaratitil- inn. Jóhanna sagði að mikill og Jóhanna Guðjónsdóttir almennur íþróttaáhugi væri á Húsavík. — Sennilega á knattspyrnan og skíðaíþróttin hvað mestum vinsældum að fagna hér, sagði hún, — en það er einnig mikill áhugi á handknattleik og blaki. Þvi miður er aðstaðan slík að ekki er unnt að æfa handknattleik, og það er meira að segja nokkuð erfitt að stunda blak, Framhald á bls. 66 Jóhanna tekur viö verölaunum sínum sem„Blakmaðurársins 1978" 37

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.