Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 45

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 45
Draumarnir rætast með Texasferðinni menn, sem hljóta slíka styrki þurfi ekki að hafa áhyggjur af námi, aðeins að standa sig vel í sinni grein, því að íþrótta- mennirnir verða að skila góð- um meðalárangri við námið, ef þeir eiga að halda styrkn- um. Það er því sannarlega heiður fyrir Óskar og þjóð hans að honum skuli hafa verið veittur þessi styrkur og vonandi að hann megi verða honum til framdráttar á sviði íþrótta og menntunar, en Óskar, sem er rafvirki að mennt, mun að loknu einu misseri almenns undirbún- ingsnáms hafa hug á námi í tölvufræðum, sem tekur 4 ár. Óskar sagði í samtalinu að hann myndi leggja höfuð- áherzlu á kringlukastið, en einnig keppa í kúluvarpi og lítilsháttar í spjótkasti, því slíka menn vantaði í kapplið skólans. Er við spurðum hann hvernig það hefði komið til, að hann hefði ákveðið að leggja land undir fót sagði hann, að hann hefði einhvern tíma látið svo ummælt í blaðaviðtali að hann hefði áhuga á að komast eitthvað erlendis til þjálfunar og keppni til að reyna að þróa með sér hæfileika sína við sem bezt skilyrði. Þessi ummæli hefði lögfræðingur hér í bæ, Björn Pálsson lesið og tekið það upp með sér að skrifa nokkrum bandarískum há- skólum og hefði m.a. komið svar frá Austinháskóla. Sér hefði síðan verið boðið til Austin til að kynna sér að- Framhald á bls. 48 Þótt kringlukast se' nú aðalgrein óskars hefur hann einnig náð frábærum árangri bæði í kúluvarpi og spjótkasti. 45

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.