Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 46
Sækjum hægt og bítandi
á brattann
Tómas Guðjónsson, 19
ára KR-ingur, sem
stundar nám í Mennta-
skóla Reykjavíkur var
valinn „Borðtennismað-
ur ársins 1978“ og var
hann vel að þeim titli
kominn. Tómas hefur
verið atkvæðamikill á
borðtennismótum und-
anfarinna ára, og stóð sig
frábærlega vel á síðasta
íslandsmóti, þar sem
Borðtennis var þá vinsælasta
tómstundaiðja nemenda þar,
og fenginn var þjálfari til þess
að leiðbeina okkur. Sá var
Hjálmar Aðalsteinsson, sem
lengi hefur verið einn bezti
borðtennismaður á íslandi.
Þarna fékk ég áhugann, og
þegar námi í Hagaskólanum
lauk gekk ég í KR og byrjaði
að æfa borðtennis þar. Venju-
lega æfi ég 4-5 sinnum í viku,
en fyrir mót, eða þegar eitt-
hvað sérstakt er um að vera
herði ég á æfingunum og
kemur þá fyrir að ég æfi allt að
senda fullskipað landslið í
keppni, og verður fróðlegt að
sjá hvar við stöndum. Sjálfur
er ég þeirrar skoðunar að við
sækjum á brattann, hægt og
bítandi og drögum á hinar
þjóðirnar.
Tómas sagði að það sem
stæði borðtennisíþróttinni
helzt fyrir þrifum hérlendis
væri þjálfaraskortur. — Við
eigum engan sérmenntaðan
borðtennisþjálfara, og gefur
auga leið hvaða áhrif það
hefur, sagði hann. — Ýmislegt
hefur þó áunnist í þessum
Tómas Guðjónsson, borðtennismaður
hann hreppti íslands-
meistaratitilinn í einliða-
leik og tvíliðaleik. I úr-
slitaleik einliðakeppn-
innar sigraði hann Stefán
Konráðsson, Gerplu, en
Stefán var einmitt valinn
„Borðtennismaður árs-
ins“ í fyrra og í tvíliða-
leiknum sigraði Tómas
og félagi hans Hjálmtýr
Hafsteinsson þá Gunnar
Finnbjörnsson og Ragn-
ar Ragnarsson í úrslita-
leik.
— Ég komst fyrst í kynni
við borðtennisíþróttina er ég
var nemandi í Hagaskólanum
í Reykjavík, sagði Tómas í
viðtali við íþróttablaðið. —
12 sinnum í viku. Þannig er
t.d. núna, íslenzka landsliðið á
að taka þátt í Evrópukeppn-
inni sem hefst í Wales 4.
febrúar n.k. og fram að þeim
tíma æfum við mjög vel.
— Hver er staða íslenzkra
borðtennismanna, miðað við
aðrar þjóðir?
— Við erum óneitanlega
töluvert langt á eftir, enda er
það ekki furða. Borðtennis
sem íþróttagrein er ekki nema
tíu ára hérlendis, og því alls
ekki hægt að gera kröfur til
þess að við stöndum jafnfætis
þeim þjóðum sem stundað
hafa íþróttagreinina í áratugi
og byggja á traustum grunni.
Annars er erfitt að meta hver
staða okkar er, en við fáum
góðan samanburð í keppninni
í Wales. Það verður eiginlega í
fyrsta sinn sem íslendingar
efnum að uiidanförnu. í sum-
ar var hér finnskur landsliðs-
maður í borðtennis sem sá um
þjálfun landsliðsins og æfðum
við mjög vel undir hans stjórn
og lærðum mikið af honum. Á
næstunni mun svo koma
hingað danskur borðtenms-
þjálfari og halda námskeið
fyrir þjálfara, og er óhætt að
binda miklar vonir við komu
hans.
Tómas sagði að þeim færi
fjölgandi sem stunduðu borð-
tennisíþróttina með keppni
fyrir augum. — Borðtennis
hefur lengi verið vinsælt tóm-
stundagaman víða, sagði
hann, — og er t.d. mikið
stundað í fyrirtækjum og
stofnunum. Æfingar félag-
anna hafa verið mjög vel sótt-
ar undanfarin ár, og margt
efnilegt borðtennisfólk er nú
46