Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Qupperneq 56

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Qupperneq 56
kvarða áður en þeim er sköpuð viðunandi aðstaða til að stunda íþrótt sína. 2. Mikill skortur er á mennt- uðum þjálfurum og félagsleið- togum. Þar er um að ræða margar samverkandi ástæður eins og t.d. fáránlegt hirðuleysi um menntun íþróttakennara og þá á ég við þann hörmulega aðbúnað, sem íþróttakennaraskóli íslands býr við. Einnig hafa sérsamböndin all flest, vanrækt að sinna sínum eigin fræðslumálum þó örlítið sé farið að rofa til með hinu nýja fræðsluskipulagi fyrir þjálfara, sem fræðslunefnd Í.S.Í. hefur lagt fram. 3. Mikil vöntun er á því, að leitað sé markvisst að efnilegum íþróttamönnum og þeim veitt þjálfun, er miðast að því að þeir verði afreksíþróttamenn framtíð- arinnar. 4. í fjórða lagi skortir mikið á að íslenskir íþróttamenn njóti nægilegrar aðstoðar heilbrigðis- stéttanna. Þar þarf að vinna mik- ið starf til úrbóta. Er það mín skoðun að meðal heilbrigðisstétta sé fjöldinn allur af fólki, sem vill leggja okkur lið. Þessi mál þarf fyrst og fremst að skipuleggja betur og eru bundnar miklar vonir við nýskipað læknaráð Í.S.Í., sem verið er að koma á fót, að frumkvæði framkvæmda- stjórnar Í.S.Í. 5. Í fimmta lagi eruþað svo skilningsríkir vinnuveitendur íþróttamanna. Sem betur fer eru það margir vinnuveitendur, sem hafa sýnt því góðan skilning að veita mönnum leyfi á launum til að keppa fyrir land og þjóð. En því er ekki að neita, að margir íþróttamenn hafa átt og eiga erf- itt með að fá sig lausa úr vinnu til að taka þátt í kenpni. Án þessa skilnings getum við ekki vænst þess að íþróttamenn geti tekið þátt í öllum þeim mót- um, sem eru nauðsyn ef stefnt er að hámarks afrekum. Hér að framan hef ég nefnt ýmis atriði, sem ég álít forsendur afreksíþrótta í orðsins fyllstu merkingu. Þetta er langur listi og viðamikill og því ekki óeðlilegt þó spurt sé hvort afreksíþróttir séu yfirleitt nauðsynlegar og hvort það sé þess virði að efla af- reksíþróttir. Hafa afreksíþróttir nokkurt sérstakt gildi? Því vil ég svara á þann veg, að án afreksíþrótta væri allt starfið innan íþróttahreyfingarinnar miklu erfiðara og árangurs- minna. Afreksíþróttir eru okkar besta og það, sem við öll lítum upp til. Að setja sér hátt markmið að keppa að í íþróttum er ekkert öðruvísi en há markmið á öðrum vettvangi í lífinu. Sumir einstaklingar hafa meiri Framhald á bls. 66 FRAMLEIÐUM: Bílskúrshurðir Furuglugga Útihurðir Álglugga Svalahurðir Hverfiglugga Rennihurðir Hjaraglugga Hringhurðir Útveggjaelement Álhurðir Staðlað gluggaefni Álhandrið Glerfalslista y^^///////////////////////////////////////M GISSUR SÍMONARSON SÍÐUMÚLA REYKJAVlK SlMI 3 8 2 20 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.