Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 22

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 22
— Við erum enn að græða hann upp og bæta hann á ýmsan hátt og það verður aðalverkefnið næstu sumur. Við teljum þó að hann verði kominn í mjög gott stand eftir 2—3 ár. Ég held að það sé ekki rétt að stækka völlinn í t.d. 18 holur vegna þess að við erum ekki það fjölmennir. Þó er til teikning af 18 holu velli þannig að kannski verður ráðist í þær framkvæmdir einhvern tíma. Bærinn hefur veitt okkur aðstoð við að græða völlinn upp og erum við mjög þakklátir. Annars er völlurinn par 69 en vallarmetið, sem er 68 á Gylfi Garðarsson. Klúbburinn á veglegan golf- skála og tjáði Ragnar okkur að hann hefði verið tekinn í notkun á árinu 1975. Ætlunin er að stækka skálann um helming þeg- ar klúbbnum vex fiskur um hrygg- Við spurðum Ragnar síðan um starfið á þessu ári. — Ég vildi gjarnan minnast á Klúbbhús Golfklúbbs Vestmannaeyja. að á síðasta ári átti klúbburinn 40 ára afmæli og var þess minnst á ýmsan hátt. Til dæmis var haldin vegleg árshátíð þar sem landskunnir skemmtikraftar voru fengnir til að skemmta. Að öðru leyti er starfsemin að sjálfsögðu mest fólgin í mótahaldi. Þar má nefna að við héldum Faxa- keppnina um hvítasunnuna. Þá verður Unglingameistaramót ís- lands haldið hér dagana 11.—15. júlí. Þar verða þátttakendur um 45 talsins og meðal þeirra verða margir bestu kylfinga landsins. Frá okkur verða 5 stórefnilegir strákar með og við vonum að þeir standi sig vel, og reyndar efumst við ekki um það. Af öðrum mót- um má nefna Coca-Cola keppn- ina og Vestmannaeyjamótið. Einnig Þórhallsmótið en það er haldið til minningar um Þórhall Flalldórsson, en hann var frum- kvöðull golfsins hér í Vest- mannaeyjum. SUNDHÖLLVESTMANNAEYJA Opnunartími Virka daga: Laugardaga Sunnudaga 7—10.00 12—13.00 15—20.30 9—12.00 13—16.00 10—12.00 13—15 Tvö gufuböð og góð aðstaða fyrir líkamsrækt o.fl. sólböð. 22

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.