Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 13
Ungu Eyja-stúlkurnar gáfu sér tíma til þess að líta upp og brosa til
tjósmyndarans meðan hann smellti af þeim mynd. En á augabragði var
hann svo gleymdur og mikill buslugangur og ,,sjóorrusta“ hófst í laug-
inni.
um starfsemi íþróttamiðstöðvar-
innar brugðum við okkur í heim-
sókn þangað og hittum þar að
máli Vigni Guðnason, forstöðu-
mann hússins. Vignir er þekktur
fyrir vasklega framgöngu í starfi
sínu og gengur jafnvel stundum
undir nafninu Hitler þó að það
eigi tæplega við. En árangur af
starfi hans sést best á því að allt
viðhald við húsið hefur verið í
algjöru lágmarki og einnig lítur
húsið út sem nýtt, þrátt fyrir
mikla notkun í 3 ár. Við báðum
Vigni í upphafi að gera grein fyrir
upphafi byggingar miðstöðvar-
innar.
— Það má eiginlega rekja
upphaf málsins til gossins eins og
svo margt annað hér á staðnum.
Fyrir gos var ekkert íþróttahús
hér í Eyjum, sem staðið gat undir
nafni, því að þau sem fyrir voru,
voru vart nothæf sökum smæðar.
En síðan var hér ágætis sundlaug
sem var vel sótt, meðan að hún
var og hét. Síðan var ákveðið að
reisa nýja íþróttamiðstöð eftir gos
og var leitað tilboða í hana, bæði
hérlendis og erlendis. Nokkur
tilboð bárust og var tilboð frá
dönskum aðilum hagstæðast og
var því tekið. Danirnir stóðu sig
mjög vel og stóðu við allar sínar
skuldbindingar. Uppkomið kost-
aði mannvirkið síðan um 450
milljónir og var það svipað og
verð á skuttogara á þeim tíma.
Samkvæmt því ætti hún að kosta
ný um 13 til 14 hundruð milljón-
ir, í dag.
Eins og fram kom hér áðan var
sundlaugin opnuð í júlí, 1976,
rúmu ári eftir að fyrsta skóflu-
stungan var tekin, og annan dag-
inn sem sundlaugin var opin
komu hvorki fleiri né færri en
1400 gestir í hana. Til gamans má
svo geta þess að Vignir sýndi
okkur dagbók eina sem hann hélt
á meðan bygging hússins stóð yfir
og þar er nákvæmlega skráð hvað
var gert þennan og þennan dag-
inn. Það hefur tekið all drjúgan
tíma að skrifa þessar klausur, svo
ekki sé meira sagt.
íþróttamiðstöðin er í allt 3300
m2 að stærð, en það sem helst
vantar er geymslurými og bíla-
stæði. Miðstöð af þessari stærð er
talin geta þjónað 12000 manna
bæ.
Eins og nærri má geta fer
margvísleg starfsemi fram í hús-
inu. Þarna er stór íþróttasalur,
sundlaug, aðstaða til þrekþjálf-
13