Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 66

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 66
Ekur Copersucar-bifreið sem þykir ekkert afbragð, en samt sem áður er Fittipaldi jafnan í hópi þeirra fyrstu í kappakstrinum. 15. Jean-Pierre Jabouille: Frakki sem stundum er kallaður Danny Kaye kappakstursins, vegna þess hve sláandi líkur hann er hinum kunna leikara. Hann ekur Renault-turbo bifreið. 16. René Arnoux: Frakki sem ekur einnig Ren- ault-turbo bifreið. Ungur ökumaður, sem vafalaust á eftir að láta verulega að sér kveða í framtíðinni. 17. Jan Lammers. Hollendingur sem ekur Shadów bíl. Er þetta hans fyrsta keppnisár meðal hinna bestu, en áður hefur hann hlotið Evrópu- meistaratitilinn í „formúla 3“ kappakstri. Er sagður efnilegastur af þeim ungu ökumönnum sem nú taka þátt í Grand-Prix 18. Elio de Angelis: ítali sem ekur Shadow. 20. James Hunt: Breti og fyrrverandi heims- meistari. Er nú fyrsti ökumaður Wolf verksmiðjanna. Hunt hefur ekki gengið vel að undanförnu, og lýsti nýlega yfir því að þetta væri síðasta árið sem hann tæki þátt í kappakstri. 22. Derek Daly: Breti sem ekur Ensign-bíl. Efni- legur ökumaður, sem hefur enn litla reynslu á stórum kappakstursbílum. 24. Arturo Merzario: ítali sem ekur bifreið sem hann hefur sjálfur smíðað og nefnir auðvitað Mer- zario. Bíllinn hefur reynst gallagripur og árangur ökumannsins hefur verið eftir því. 25. Patrick Depailler: Frakki sem ekur einnig frönskum bíl: Ligier. Depailler er kunnur ökumaður, en hefur ekki byrjað eins vel í heimsmeistarakeppni og að þessu sinni. Þakkar hann það bílnum, sem hann segir að sé framúrskarandi góður. 26. Jacques Laffite: Frakki sem einnig ekur Ligier-bíl og hefur gengið vel það sem af er þessu keppnistímabili. „Besti bíll sem ég hef hingað til snert á“ segir hann um bílinn sem hann ekur í ár( 27. Alan Jones: Ástralíubúi sem ekur Williams— bíl, léttur og lítill bíll, sem talið er ólíklegt að standist hinum stærri og sterkari snúning, þegar á reynir. 28. Clay Regazzoni: Svisslendur sem einnig ekur Williams-bíl. Einn kunnasti kappakstursmaður heims, er búinn að vera í baráttunni um heims- meistaratitilinn í áraraðir, en hefur átt misjöfnu gengi að fagna. 29. Riccardo Patrese: ítali sem ekur Arrows-bíl, eins og í fyrra, en þá gekk honum mjög vel, miðað við hve reynslulítill hann var. 30. Johen Mass: Vestur-Þjóðverji sem einnig ekur Arrows-bíl. Gamalreyndur ökumaður, sem oftsinnis hefur verið í fremstu röð. 31. Hector Rebaque: Mexikóbúi. Hann ekur Lotus-bíl, sem hann á og gerir út sjálfur. Lieger-bíllinn sem segja má að komið hafi séð og sigrað á þeim mótum sem þegar eru afstaðin. Alfa Romio. Þessi bíll hefur verið endurbættur verulega og þykir nú orðinn góður kappaksturs- bíll. Tyrell. Þykir helst til þungur og svifaseinn til þess að búast megi við því að hann verði í fremstu röð. Lotus 79. Glæsilegur vagn, en hefur ekki vegnað vel það sem af er keppninni. McLaren. Helsti galli bílsins er sagður sá að hann veiti of mikla loftmótstöðu. 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.