Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Page 66

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Page 66
Ekur Copersucar-bifreið sem þykir ekkert afbragð, en samt sem áður er Fittipaldi jafnan í hópi þeirra fyrstu í kappakstrinum. 15. Jean-Pierre Jabouille: Frakki sem stundum er kallaður Danny Kaye kappakstursins, vegna þess hve sláandi líkur hann er hinum kunna leikara. Hann ekur Renault-turbo bifreið. 16. René Arnoux: Frakki sem ekur einnig Ren- ault-turbo bifreið. Ungur ökumaður, sem vafalaust á eftir að láta verulega að sér kveða í framtíðinni. 17. Jan Lammers. Hollendingur sem ekur Shadów bíl. Er þetta hans fyrsta keppnisár meðal hinna bestu, en áður hefur hann hlotið Evrópu- meistaratitilinn í „formúla 3“ kappakstri. Er sagður efnilegastur af þeim ungu ökumönnum sem nú taka þátt í Grand-Prix 18. Elio de Angelis: ítali sem ekur Shadow. 20. James Hunt: Breti og fyrrverandi heims- meistari. Er nú fyrsti ökumaður Wolf verksmiðjanna. Hunt hefur ekki gengið vel að undanförnu, og lýsti nýlega yfir því að þetta væri síðasta árið sem hann tæki þátt í kappakstri. 22. Derek Daly: Breti sem ekur Ensign-bíl. Efni- legur ökumaður, sem hefur enn litla reynslu á stórum kappakstursbílum. 24. Arturo Merzario: ítali sem ekur bifreið sem hann hefur sjálfur smíðað og nefnir auðvitað Mer- zario. Bíllinn hefur reynst gallagripur og árangur ökumannsins hefur verið eftir því. 25. Patrick Depailler: Frakki sem ekur einnig frönskum bíl: Ligier. Depailler er kunnur ökumaður, en hefur ekki byrjað eins vel í heimsmeistarakeppni og að þessu sinni. Þakkar hann það bílnum, sem hann segir að sé framúrskarandi góður. 26. Jacques Laffite: Frakki sem einnig ekur Ligier-bíl og hefur gengið vel það sem af er þessu keppnistímabili. „Besti bíll sem ég hef hingað til snert á“ segir hann um bílinn sem hann ekur í ár( 27. Alan Jones: Ástralíubúi sem ekur Williams— bíl, léttur og lítill bíll, sem talið er ólíklegt að standist hinum stærri og sterkari snúning, þegar á reynir. 28. Clay Regazzoni: Svisslendur sem einnig ekur Williams-bíl. Einn kunnasti kappakstursmaður heims, er búinn að vera í baráttunni um heims- meistaratitilinn í áraraðir, en hefur átt misjöfnu gengi að fagna. 29. Riccardo Patrese: ítali sem ekur Arrows-bíl, eins og í fyrra, en þá gekk honum mjög vel, miðað við hve reynslulítill hann var. 30. Johen Mass: Vestur-Þjóðverji sem einnig ekur Arrows-bíl. Gamalreyndur ökumaður, sem oftsinnis hefur verið í fremstu röð. 31. Hector Rebaque: Mexikóbúi. Hann ekur Lotus-bíl, sem hann á og gerir út sjálfur. Lieger-bíllinn sem segja má að komið hafi séð og sigrað á þeim mótum sem þegar eru afstaðin. Alfa Romio. Þessi bíll hefur verið endurbættur verulega og þykir nú orðinn góður kappaksturs- bíll. Tyrell. Þykir helst til þungur og svifaseinn til þess að búast megi við því að hann verði í fremstu röð. Lotus 79. Glæsilegur vagn, en hefur ekki vegnað vel það sem af er keppninni. McLaren. Helsti galli bílsins er sagður sá að hann veiti of mikla loftmótstöðu. 66

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.