Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 64
Kapparnir sem keppa um
Þeir sem reyna með sér í kappakstrinum á ,,for-
múla 1“ bílum í ár eru eftirtaldir; Taldir eftir núm-
erum bifreiða þeirra.
1. Mario Andretti: Bandaríkjamaður, búsettur í
Englandi. Hann er núverandi heimsmeistari. Er
fyrsti ökumaður Lotus-verksmiðjanna í ár.
2. Carlos Reutemann. Argentínumaður. Tók við
stöðu Ronnie Pettersons sem annar ökumaður
Lotus-verksmiðjanna. Þykir frábær kappaksturs-
maður þegar honum tekst vel upp, en þykir nokkuð
mistækur, og sagt er að hann þyki einum of harð-
hentur á bílana.
3. Didier Pironi: Frakki. Ekur Tyrrell-bifreið og
þykir mjög efnilegur kappakstursmaður, en hefur oft
verið óheppinn með þá bíla sem hann hefur verið
með.
4. Jean-Pierre Jaier: Frakki. Hann er annar öku-
maður Tyrrell-verksmiðjanna. Ók áður Lotus í
Bandaríkjunum og Kanada og náði þar ágætum ár-
angri.
5. Niki Lauda. Austurríkismaður, og fyrrverandi
heimsmeistari. Hann ekur nú Brabham-bifreið og er
vitanlega fyrsti ökumaður þeirrar verksmiðju í
keppninni. Þótt Lauda hafi ekki gengið sem skyldi í
keppninni til þessa, efast enginn um að hann er enn
einn allra fremsti kappakstursmaður heimsins.
6. Nelson Piquet. Brasilíumaðpr. Þetta er fyrsta
keppnistímabil hans í „formúla 1“ keppninni, en
hann hefur áður sigrað í „formúla 3“ keppninni.
Ekur nú Brabham, og þykir efnilegur ökumaður.
7. John Watson. Breti sem ekur Mclaren bifreið
og tók við stöðu 1. ökumanns hjá því fyrirtæki af
James Hunt. Mjög góður ökumaður, sem oft hefur
verið í fremstu röð.
8. Patrick Tambay: Frakki, sem ekur einnig
Mclaren-bifreið. Hefur töluverða reynslu að baki
sem ökumaður á „formúla 3“ bílum, en er byrjandi í
„formúla 1“ keppninni.
9. Hans Joachim Stuck: Ekur einu ATS-bifreið-
inni sem er í keppninni í ár, og segja þeir sem til
þekkja, að hann sé ekki öfundsverður af því hlut-
verki.
11. Jody Scheckter: Suður-Afríkubúi. Gamal-
reyndur kappakstursmaður sem eikur nú Ferrari-bíl,
og á tvímælalaust möguleika á að verða í baráttunni
um titilinn í ár.
12. Gilles Villeneuve: Kanadabúi sem ekur nú í
fyrsta sinn Ferrari. Þykir mjög hugaður og ákveðinn
ökumaður, og er spáð miklum frama.
14. Emerson Fittipaldi. Brasilíumaður sem tví-
vegis hefur hreppt heimsmeistaratitilinn í kappakstri.
1. Mario Andretti
2. Carios Reutemann
3. Didier Plroni
4. Jean-Pierre Jarier
5. Niki Lauda
6. Nelson Piquet
7. John Watson
8. Patrick Tambay
9. Hans-Joachim Stuck
11, Jody Scheckter
64
*