Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 46
FUTURO Fyrir allar íþróttagreinar.
Aukið öryggi
íþróttamannsins
Úlnliðabönd
Ökklahlífar.
Hnéhlífar.
Svitabönd.
O.fl. o.fl.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
SUÐURLANDSBRAUT 30
SlMAR: 84350, 84166
inn og því miður hafa stundum
skapast leiðindamál. En ef ég á
að telja upp einstaka menn þá
held ég að Björgvin Þorsteinsson,
G.A., sé fremstur. Síðan eru
menn eins og Ragnar Ólafsson,
G.R., Geir Svansson, G.R., Ósk-
ar Sæmundsson, G.R., Sigurður
Hafsteinsson, G.R., Sveinn Sig-
urbergsson, G.K., Jón Haukur
Guðlaugsson, N.K., Einar Þ.
Long og Óli Laxdal, G.R. og
margir fleiri. Þá vil ég sérstaklega
geta Sigurjóns Gíslasonar en
hann er einn skemmtilegasti
golfarinn sem nú er að komast í
fremstu röð.
Jafnerfitt er að nefna einhvern
sérstakan erlendan golfleikara en
þó get ég nefnt að minn uppá-
haldsgolfari er bandarískur og
heitir Ben Crenshaw.“
Golfið er vinsæl
íþrótt
— Hvað stunda margir golf á
íslandi?
„Ég gæti giskað á um 2000
manns án þess að vera viss. Það
varð geysilega mikil fjölgun í
klúbbnum okkar á síðasta ári en
þá komu um 160 nýir félagar inn.
Ég veit einnig til þess að áhigi
hefur aukist mikið hjá öðrum
klúbbum og sem dæmi um
þennan aukna áhuga þá hefur
verið nokkuð um það að fólk í
fyrirtækjum hafi tekið sig saman
og farið í hópkennslu hjá John
Nolan.“
— Er golfið ekki íþrótt fyrir
alla aldurshópa?
„Jú, alveg tvímælalaust. Og
það virðast engin mörk vera í
sambandi við það hvenær menn
verða að byrja að æfa til að ár-
angur náist. Sumir segja að 27 til
30 ára aldurinn sé sá besti fyrir
golfleikara en ég get nefnt sem
dæmi að tveir af okkar bestu
golfurum, þeir Þorbjörn Kjærbo
og Sigurjón Gílsason hófu ekki
að stunda golf fyrr en 35 ára
gamlir.“
46