Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 45

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 45
anna en ég tel að Grafarholtið hafi þó verið skást. Mér finnst Grafarholtsvöllur- inn vera skemmtilegasti völlur- inn hér enda er hann eini 18 holu völlurinn. Ég hef náð mínum besta árangri þar er ég lék á 71 höggi en völlurinn var þá par 70. Einnig finnst mér Leiran við Keflavík vera skemmtileg.“ — Hvað æfir þú yfirleitt mik- ið? ,,Það er nú misjafnt. Lítið sem ekkert á veturna, en þá stunda ég aðrar íþróttir til að halda mér í formi. En á sumrin æfi ég um 4—5 klukkustundir á dag, þó er það mismunandi eftir veðri. Ég er oft lengur ef veður er gott en styttra ef veðrið er leiðinlegt.“ — Eru æfingarnar fólgnar í því að spila og spila? „Nei, það má frekar segja að þær séu fólgnar í því að slá, slá og slá. Ég er kannski með um 50 kúlur og síðan tek ég eitt járnið og slæ og slæ, þangað til ég er nokkurn veginn ánægður með höggin. Þá tek ég næsta járn og slæ og svona gengur þetta koll af kolli. Einnig tek ég tré-kylfurnar fyrir svo og „pútterinn“ en „púttin“ þarf að æfa geysilega mikið.“ — Og hvað ertu svo með í forgjöf? „Ég er með 3 í forgjöf eins og er.“ Veðrið háir okkur mjög — Hvað getur þú sagt okkur um þig og landsliðið? „Það er nú ekki margt, og þó. Ég var fyrst valinn í karlalands- liðið í fyrra en þá hafði ég spilað með unglingalandsliði áður. í stuttu máli sagt hefur mér gengið ágætlega með landsliðinu. Ég held að besta ferðin mín hafi verið með unglingalandsliðinu til Noregs fyrir tveimur árum á Evrópumeistaramót unglinga. En ég vil taka það fram að nú stefni ég aðallega á íslandsmótið sem haldið verður á Akureyri í ágúst. Þar ætla ég að verja titilinn allavega að reyna það. hvernig sem það nú gengur. Nú er ég að æfa undir Evrópumót karla, sem verður háð í Danmörku. Við stefnum að því að komast upp í B-riðil á mótinu síðast lékum við í C-riðli.“ — Hvað með minnisstæðar ferðir út með landsliðinu? „Þær eru nú ekki mjög margar en ég vil sérstaklega minnast á FIAT-keppnina sem haldin var á Ítalíu síðasta sumar. Það var mjög skemmtileg ferð. Við vor- um 4 sem boðið var út héðan og allt í sambandi við ferðina var frítt. Við fengum nteira að segja ríflega vasapeninga og maturinn var frábær; fjórréttaður í hvert mál og við bjuggum á mjög fínu hóteli. Það var ekkert til sparað í sambandi við þetta mót.“ — En hvernig standa íslenskir kylfingar miðað við aðrar þjóðir? „Við erum heldur aftarlega á merinni og það er helst hinni ís- lensku veðráttu að kenna. Helsti munurinn er að hér geta menn einungis æft í u.þ.b. 3 mánuði en úti geta menn haldið sér í þjálfun allt árið um kring og spila því miklu jafnar. Hér er þetta mikið upp og niður. Ég er sannfærður um það að ef okkar bestu menn færu út og æfðu eins og golfarar þar þá myndu þeir síst vera verri, ef ekki betri margir þeirra.“ Tvisvar holu í höggi — Hefur þér tekist að slá draumahögg allra golfara: holu í höggi? „Já, það hefur gerst tvisvar sinnum. Fyrst gerðist það á ungl- ingameistaramótinu 1976 á Nes- vellinum en í hitt skiptið var það í Grafarholti. Það var á móti sem var haldið hér með þátttöku nokkurra skoskra atvinnumanna og það var mjög skemmtilegt að það skuli einmitt hafa gerst þá.“ — Hverjir eru fremstir í golf- inu að þínu mati? „Hérna á íslandi eru ekki færri en 15 golfleikarar sem eru á svipuðu reki. Vegna þessa er mjög erfitt að velja landsliðshóp- 45

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.