Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 44

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 44
Launa- greiðendur Kynnið yður skipan á greiðslu orlofsfjár Samkvæmt reglugerð nr. 161/1973 ber launagreiðend- um að gera skil á orlofsfé fyrir 10. hvers mánaðar, vegna launa næsta mánaðar á undan. Greiðslunni skal fylgja skilagrein á þar til geróu eyðublaði sem Póstur og sími gefur út. Gætið þess sérstaklega aó nafnnúmer séu rétt. Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaða fresti fra Pósti og síma. Það sýnir hve mikið orlofsfé hefur verið mót- tekið þeirra vegna. Geyma þarf launaseólana til aó geta séó hvort rétt upp- hæð hefur verið greidd inn á orlofsreikninginn. Við lok orlofsárs fær launþegi senda ávísun á orlofsfé sitt. Eyöublöð fást á póststöðum og eru þar veittar nánari upplýsingar. PÓSTGÍRÓSTOFAN Ármúla 6, Reykjavík. Sími 86777. meistari í fyrra. Kom það þér á óvart? „Já, að vissu leyti, og ég varð bæði undrandi og glaður þegar upp var staðið. Ég gerði mér þó alltaf grein fyrir því að þetta gæti gerst. Veðrið var mjög leiðinlegt á meðan keppnin stóð yfir og í slíku veðri getur allt gerst, þ.e. ef maður er óheppinn. Það getur hent bestu menn að þeir missi allt út úr höndunum á sér og gangi mjög illa. Það var einmitt það sem gerðist þarna og því riðlaðist röðin svona mikið, síðasta dag- inn. Fyrir síðasta daginn var ég í 7. sæti. Síðasta daginn breyttist röðin mikið og til marks um það má nefna að sá sem var í fyrsta sæti fyrir síðasta keppnisdaginn, lenti í 11. sæti á mótinu. En mér gekk sem sagt vel og í lokin vor- um við Gylfi Kristinsson, G.S., efstir og jafnir og því þurftum við að spila bráðabana um Islands- meistaratitilinn. Reglugerðin segir svo til um að leika skuli 3 holur og sá sem leiki á færri höggum, sigri. Eftir þessar 3 hol- ur stóð ég uppi sem sigurvegari. Annars hefur mér gengið mjög vel síðustu árin og 3 síðustu sumur hef ég stöðugt verið að bæta mig og auðvitað var síðasta sumar það besta, allavega hingað til. Þá vann ég bæði íslandsmótið og Dunlop-keppnina. Ég var valinn í landsliðið en þá var ég sjötti í röðinni að stigum en ég missti úr keppnir vegna utan- landsferða bæði með unglinga- landsliðinu og karlalandsliðinu.“ Grafarholtið er skemmtilegast — En hvernig leggst árið í ár í Þ'g?. „Ég byrjaði ekki að æfa fyrr en seinni hlutann í apríl en þá var ég einnig á kafi í lestri fyrir stúd- entspróf. Síðan tókst mér að vinna fyrsta mótið í byrjun maí. Annars hafa vellirnir verið mjög lélegir í vor vegna vorharðind-

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.