Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 50
EL
SA L VADOR
þess að bæði leikmenn félagsins
og forystumenn þess fóru að taka
hlutina alvarlega. Þyngst var þó
ef til vill á metunum að bikarsig-
urinn færði félaginu töluverða
peninga í aðra hönd, en þeir
höfðu verið mjög af skornum
skammti fram til þessa. Barce-
lona-menn voru staðráðnir að
sýna að þessi bikarsigur hefði
ekki verið tilviljun, og æfðu sem
aldrei fyrr, auk þess sem nokkrir
nýir og góðir leikmenn gengu til
liðs við félagið. Stórveldi var að
rísa upp í spænsku knattspyrn-
unni og Barcelona vann bikar-
keppnina sjö sinnum fram til
ársins 1929, þ.e. 1912, 1913, 1920,
1922, 1925, 1926 og 1928.
Þegar efnt var til keppni um
spænska meistaratitilinn í knatt-
spyrnu í fyrsta sinn árið 1929,
þótti Barcelona-liðið sigur-
stranglegt, ekki síst vegna bikar-
sigurs síns árið áður. Gífurlegur
mannfjöldi fylgdist með leikjum
liðsins í keppninni, og áhang-
endurnir urðu ekki fyrir yon-
brigðum. FC Barcelona vann
sigur, og hinn nýi, glæsilegi verð-
launagripur sem gefinn hafði ver-
ið til keppninnar gisti húsakynni
félagsins, fyrst allra félaga á
Spáni. En þessi meistaratitill var
líka svanasöngur FC Barcelona í
bili. Var það ekki fyrr en eftir
heimsstyrjöldina síðari sem vegur
félagsins tók að vaxa að nýju.
Sigursælt lið
Á árabilinu 1948—1961 átti
FC Barcelona mikilli velgengni
að fagna að nýju. Meistaratitilinn
vann félagið sex sinnum, bikar-
keppnina fimm sinnum og tví-
vegis vann félagið hina svoköll-
uðu Messeby-keppni. Fremstur í
flokki hins sigursæla liðs félags-
ins seinni hluta þessa tímabils var
tvímælalaust Ladislao Kubala,
sem að margra mati er einn besti
knattspyrnumaður sem uppi hef-
ur verið. Kubala var Tékki að
uppruna, en flutti síðar til Ung-
verjalands. Þegar Sovétmenn
50