Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 14

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 14
Lyftingaherbergið í íþróttamiðstöðinni. unar, saunaböð, fundarherbergi, búningsklefar fyrir íþróttavell- ina, kaffitería, o.fl. — Það gefur auga leið að það hefur orðið bylting í íþróttamál- um okkar með tilkomu þessarar stórkostlegu aðstöðu. Þetta sést m.a. vel á því að nú er handbolt- inn að koma upp, körfuboltinn er kominn í 1. deild og lyftingar hafa tekið fjörkipp, svo og sund- ið. — Húsið er í svo að segja stöð- ugri notkun og er í gangi frá kl. 7—24 á hverjum degi á veturna. Skólarnir og íþróttafélögin eru þarna stærstu aðilarnir en síðan eru almennir tímar, t.d. old boys, frúarleikfimi og síðan er nokkuð um að fyrirtæki taki salinn á leigu fyrir starfsfólkið að leika sér. Á sumrin er eðlilega meira sótt í sundlaugina og salurinn er þá minna notaður. Þó eru t.d. haldnar þar skemmtanir og ein slík var haldin þar á sjómanna- daginn síðasta og þá komu um 800 manns. Þá halda íþróttafé- lögin kabaretta til fjáröflunar- starfsemi sinnar í salnum. Sundlaugin er mjög glæsileg og í henni munu vera 560 tonn af vatni að staðaldri. Allt vatnið fer í gegnum fullkomin hreinsitæki 6 sinnum á sólarhring þannig að það ætti að standast allar kröfur um hreinlæti. Vatnið er 0.9% salt en það er sama saltmagn og mannslíkaminn inniheldur. Þetta hefur þann kost að úr svo söltu vatni er t.a.m. möguleiki að bjarga manni úr dauðadái eftir allt að 5 mínútur í stað tveggja ef vatnið er ósalt. Þá er einnig mun léttara að synda í dálítið söltu vatni. Laugin er 25X11 metrar að stærð og er því lögleg keppnislaug. Þá eru ótalin tvö sauna-böð, eitt fyrir hvort kyn. — Við erum að ráðgera að koma upp útivistarsvæði, hér fyrir framan húsið. Þar verða m.a. tveir heitir pottar og baðlaug fyrir börn. Einnig verður þar að- staða fyrir sólböð og úti-trimm og veitingasala þegar veður er gott. Einnig vonum við að unnt verði að koma upp inni-sólböðum með sóllömpum, einhvern tíma í framtíðinni. Forráðamenn hússins geta vart kvartað yfir lítilli aðsókn í íþróttamiðstöðina því að hún slær örugglega öll met hérlendis og þótt víðar væri leitað. Aðsókn að sundlauginni frá opnun til 20. júlí sl., var 302.308 manns. í íþróttahúsið komu á sama tíma 246.615 manns og eru þá bæði keppendur og áhorfendur inni í dæminu. Aðsókn á einstaka leiki í handknattleiknum var um 4—600 manns en metið er 900 manns en sá fjöldi sá landsleik íslendinga og Dana í desember 1976. Alls munu því 548.923 hafa heimsótt íþróttamiðstöðina í Framhald á bls. 82. 14

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.