Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 75
Fótfráasta
kona í heimi
Á því er enginn vafi að
austur-þýska stúlkan Marita
Koch getur gert tilkall til tit-
ilsins „fótfráasta kona heims“.
Hún varð fyrst kvenna til þess
að hlaupa 200 metra hlaup á
betri tíma en 22 sek„ og nýj-
asta heimsmet hennar í grein-
inni hljóðar upp á 21,71 sek„
sem er tími sem margur karl-
maður gæti verið stoltur af.
Koch gerir sér þó vonir um að
bæta þann árangur verulega —
helst á Ólympiuleikunum í
Moskvu næsta sumar.
Kátir dagar
koma og fara
Það var ekki nein smá-
ræðis gleði sem ríkti í Dan-
mörku á dögunum er knatt-
spyrnulandslið þeirra vann
frækinn sigur yfir Norður-fr-
um í landsleik sem var liður í
Evrópubikarkeppni meistara-
liða í knattspyrnu. Úrslit
leiksins urðu 4—0 fyrir Dani,
eftir að staðan hafði verið
2—0 í hálfleik. Fáir höfðu þó
eins mikla ástæðu til þess að
kætast og Preben Elkjær sem
skoraði hvorki fleiri né færri
en þrjú mörk í leiknum. Preben
Elkjær er annars atvinnumað-
ur í Danmörku, en danska
landsliðið var nær eingöngu
skipað atvinnumönnum.
Fjórða mark Dananna í leikn-
um skoraði svo hinn frægi Alan
Simonsen, sem sést á mynd-
inni hér að ofan, ásamt Preben
Elkjær og er auðséð að þeir eru
í mikilli sigurvímu.
Tekiö hef ég
hvolpa tvo
Joe Bugner, fyrrverandi
Evrópumeistari í hnefaleikum
þungavigtar hefur nú búið í
Ástralíu í nærfellt þrjú ár.
Ástæðan fyrir því að hann
fluttist þangað var sú, að hon-
um þótti sér um of íþyngt með
sköttum í heimalandi sínu.
Bugner skildi eiginkonu sína
eftir í Bretlandi, en lét sig ekki
muna um það að kvænast ann-
arri konu í Ástralíu og á nú í
málaþrasi fyrir vikið. Hann
hefur reynt fyrir sér í kvik-
myndnm í nýja landinu, og var
myndin tekin við upptöku
einnar slíkrar myndar, og hef-
ur Bugner þarna tekið „hvolpa
tvo“, og virðist ekki vita hvað
við þá skuli gjöra.
/ hálfleik
Veglegur hattur
Dýrasti leikmaðurinn í
ensku knattspyrnunni, Trevor
Francis, hefur þarna fengið sér
veglegt höfuðfat, og var
myndaður með það í bak og
fyrir. Myndin er tekin eftir úr-
slitaleik Evrópubikarkeppni
meistaraliða í knattspyrnu
milli sænska liðsins Malmö FF
og Notthingham Forest en í
þeim leik var það einmitt Tre-
vor Francis sem skoraði eina
mark leiksins — markið sem
færði enska liðinu hinn eftir-
sóknarverða titil. Var því
Francis vel að því kominn að fá
bikarhúfuna. Úrslitaleikur
þessi þótti annars fádæma
leiðinlegur — sá leiðinlegasti í
sögu Evrópubikarkeppni
meistaraliða.
75