Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 82

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 82
Hestamennska Framhald af bls. 33. áður en lokið er, vegna þess að tími er til kominn að sinna mjöltum eða öðrum skyldustörf- um við búskap. Að ekki sé nú minnst á þá sem hafa fengið nóg og nenna ekki að vera lengur. Hugmynd til úrbóta Að mínu viti er gæðingakeppni og unglingakeppni gert of lágt undir höfði að úthýsa þeim á mótsdegi að öðru leyti en að þá eru þrem efstu veitt verðlaun og þau sýnd lítillega. Ég held líka að forráðamenn móta ofmeti áhuga áhorfenda á kappreiðum, þegar þeir velja að sýna allar kappreið- ar frá upphafi til enda á kostnað annarra leika, sem ekki geta þá fengið rúm í dagskránni. Mín tillaga er því að hið aug- lýsta mót verði hrein úrslita- keppni. Allar undanrásir fari fram áður en áhorfendur eru boðaðir á vettvang. Hin nýja reglugerð um gæðingakeppni býður upp á skemmtilegt sýn- ingaratriði í úrslitum. Vafalaust er hægt að koma á svipaðri úr- slitakeppni hjá unglingum og úr- slit í kappreiðum eru næstum alltaf spennandi. Undanrásir kappreiða geta farið fram að morgni aðalmótsdags eða degi fyrr eins og gæðingakeppnin. Með þessu móti mætti fá fjölbreytta, fallega og spennandi dagskrá og hæfilega langa. Lokaatriði hvers móts ætti að vera skipuleg og falleg uppstill- ing allra keppenda. Úr röðinni verði kallaðir fram þeir sem hafa unnið til verðlauna. Þeir taki við verðlaunum og fari aftur á sinn stað í röðinni. Að verðlaunaaf- hendingu lokinni kveðja kepp- endur áhorfendur og ríða út af vellinum. Móti slitið. Mikil þörf er á að bæta verð- launaafhendinguna. Með örfá- um undantekningum ganga for- ustumenn félaga og móta að þessu verki líkt og flórmokstri sem þeir neyðast til að ljúka til þess að geta skilið sæmilega við starfsdaginn. Þetta er hvimleiður vani, sem auðvelt er úr að bæta. Það er ekkert „vandamál“, það er bara að vilja gera það. Úr verð- launaveitingu má gera gott sýn- ingaratriði, áhorfendum til augnayndis og keppendum til gleði. S.V. Bylting Framhald af bls. 14. Eyjum þau 3 ár sem hún hefur verið starfrækt og er það enginn smáræðis fjöldi þegar tekið er tillit til þess að íbúar Vest- mannaeyja eru um 4000. — Reksturinn gengur ágætlega þó að húsið standi að sjálfsögðu ekki undir sér. Ekkert íþróttahús stendur algerlega undir sér. Við getum nýtt þá 9 starfsmenn, sem hér vinna, mjög vel þar sem öll starfsemin er undir sama þaki. Að lokum spurðum við Vigni að því hvernig húsið hefði svo reynst og svarið lét ekki á sér standa. — Frábærlega vel. Húsið er þannig byggt að það er aðeins einn styrktarveggur steyptur en síðan er krossviður í útveggjum og léttir milliveggir. Á húsinu er asbestþak sem reynst hefur mjög vel og allt í húsinu er valið með tilliti til eldvarnaröryggis. Einnig er í húsinu fullkomið bruna- varnarkerfi, sagði hann að lok- um. Taugaálagið gífurlegt Framhald af bls. 58. þau er ekki gott um að segja. Taugaálagið er gífurlegt í slíkri keppni og það getur komið niður á árangrinum. Tölvur hafa spáð því að það þurfi að stökkva 7,14 metra, — kannski að þær hafi rétt fyrir sér. Auðvitað vona ég að mér takist að sigra og ég stefni að því. Ég mun að minnsta kosti leggja mig alla fram, en aðeins Ólympíukeppnin sjálf mun leiða í ljós hver hefur heppnina með sér. Hannes Framhald af bls. 47. sem spila lítið en kenna aðallega. Þeir sjá einnig oft um rekstur golffalla og reka búdhir sem selja golfhvörurml1 Einstaklingsíþrótt á betur við mig — Og þér líkar golfið alltaf jafn vel? „Já, ég held að ég fái aldrei leið á þessu. Ég held að golfið eigi mjög vel við mig. Einstaklings- íþrótt virðist höfða meira til mín en flokkaíþrótt. í golfinu get ég ekki kennt neinum um ef illa gengur, nema sjálfum mér. Burt séð frá því er ég mikið fyrir sjálf- an mig,“ sagði Hannes Eyvinds- son brosandi og voru það lokaorð hans í þessu viðtali. TT. Knattspyrnumaður hannar Framhald af bls. 67. burð við innfluttu tækin og hér gefst félögum og einstaklingum því gott tækifæri á að fá sér þau tæki sem ekki stóðu til boða áður, sakir þess hve dýr þau voru. Settin eru smíðuð af Halldóri Alexanderssyni, samkvæmt pöntunum, en afgreiðslutími er mjög skammur. Þar sem reiknað er með að íþróttafélög og aðrir trimmklúbbar taki nú við sér, gefa framleiðendur 20.000 kr. af- slátt sé eitt sett keypt, 45.000 kr. afslátt séu tvö tæki keypt og 60.000 kr. ef þrjú sett eru pöntuð (munið að allt er þegar þrennt er). Að lokum er rétt að geta þess að pantanir og beiðnir um frekari upplýsingar mega sendast í póst- hólf 4231, 104 Reykjavík, merkt H-888. TT. íslandsmótið í boccia Framhald af bls. 81. fram og vakti óskipta ánægju allra þátttakenda og annarra sem fylgdust með því og af hálfu íþróttafélags fatlaðra á Akureyri var vel staðið að allri fram- kvæmd. 82

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.