Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 19
..Auðvitað er takmarkið hjá okkurað virma deildina, en liðin eru nú miklu
jafnari en í fyrra. “
„Mér finnst liðið lofa góðu þó
að margir séu farnir. Það er síst
verra en það var í fyrra og það
sýnir að við höfum nægan
mannskap.“
— Og hvert er takmarkið í
sumar?
„Auðvitað að vinna deildina
og ég sé ekkert því til fyrirstöðu.
Liðin í 1. deildinni eru mun iafn-
ari nú en í fyrra og t.d. sýnir það
sig að þau tvö lið sem sköruðu
fram úr í fyrra, þ.e. Valur og ÍA,
virðast ekki vera eins sterk og þau
voru þá.“
— Viltu þá ekki spá um röð-
ina?
„Jú, ég get gert það, svona í
gamni. ÍBV vinnur mótið og síð-
an verður röðin: ÍBK, ÍA, Valur,
Fram, Víkingur, KR, Þróttur,
KA, Haukar.“
Það er erfitt þegar
leikjum er frestað
— Er það ekki verra að þurfa
alltaf að taka á sig ferðalög i leiki
upp á land?
„Jú, það gefur auga leið. Sér-
staklega er það bagalegt þegar
leikjum er frestað, kannski jafn-
vel um tvo eða þrjá daga. Ég tel
að þetta hafi áhrif á úrslit leikj-
anna okkar, að miklu leyti, og t.d.
hefur það sýnt sig að okkur hefur
gengið mun verr á sunnudögum,
ef leikjunum hefur verið frestað
um einn dag. Þar að auki kemur
þetta oft niður á vinnunni.“
— Þjálfar þú einhvern yngri
flokkinn?
„Já, ég er núna með 5. flokk-
inn. Við erum lítið byrjaðir að
spila, en það er mikill hugur í
strákunum og mjög gaman að
starfa með þeim.“
Rotaður með
fánastöng
— Nú hafið þið tekið þátt í
Evrópumótum?
„Jú, við höfum fjórum sinnum
komist í Evrópukeppnir og það
var í fyrra sem við komumst
lengst, eða í 2. umferð. Eftir-
minnilegasti leikurinn frá þess-
um keppnum er tvímælalaust
seinni leikurinn á móti Glentoran
úti í Belfast. Við gerðum jafntefli
í fyrri leiknum hér heima, 0—0,
og einnig jafntefli úti, 1—1. Við
komumst síðan áfram á þessu
marki á útivelli. Það urðu mikil
læti eftir þennan leik og áhorf-
endur ruddust inn á völlinn og
gerðu aðsúg að okkur. Friðfinnur
Finnbogason fékk heldur betur
fyrir ferðina því að hann var rot-
aður með fánastöng og var fluttur
á sjúkrahús. En þessi „sigur“ var
mjög sætur og þannig komumst
við í 2. umferð í UEFA-keppn-
inni.“
Landsliðið
— Hvenær lékst þú þinn fyrsta
landsleik?
19