Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 30

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 30
Kaupum hesta til utflutningsallan arsins hring. Veitum fuslega allar nanari upplysingar Samband islenzkra samvinnufelaga Búvörudeild Sambandshusið Rvik slmi 170 80 mótum hestamanna, er kunnugt að nú eru gæðingar dæmdir eftir nýju kerfi. Að sjálfsögðu er of snemmt að kveða upp úrskurð um hvort það sé í heild framför frá því sem var, en eigi að síður er gaman að velta vöngum yfir því sem þegar hefur komið í ljós, kostirnir fyrst. Hið nýja kerfi er nákvæmara hinu fyrra. Það er að sjálfsögðu góður kostur og virðist muni skapa hestum með ólíka hæfileika, svipaða möguleika á að hljóta góðar einkunnir. Þann- ig benda úrslitin í B-flokki til, að ekki sé lengur einhlítt að þjálfa B-flokks hesta til hárrar fótlyftu og mikillar yfirferðar á tölti, þótt það séu vissulega kostir sem hátt eru metnir. Þar sem hið nýja kerfi kveður svo á, að knapi skuli sjálfur ráða sýningu sinni í dómhring, greinir menn nokkuð á um hvort dóm- arar megi óska eftir að hver gangtegund sé sýnd á heilli lang- hlið. Sá skilningur að slík ósk brjóti ekki í bága við reglur, varð ofaná hjá Fák. Það auðveldar dómurum mjög starf sitt og skapar um leið mun meira öryggi í dómum, enda voru dómar sæmilega samhljóða. Gallarnir. Versti gallinn er umstang og skriffinnska. Sé í öllu farið eftir reglunum, taka gæð- ingadómar þrjá daga. Fyrsta daginn er vilji og mýkt dæmt, annan daginn eru önnur atriði dæmd í dómhring og þriðja dag- inn fer fram úrslitakeppni þar sem efstu hestum er raðað í sæti. Starfslið við dóma beint er ekki færra en fimmtán manns; dóm- stjóri, dómari á vilja og mýkt og fimm aðrir dómarar, ritarar með hverjum þessara sjö dómara og að síðustu maður til að skoða fótabúnað hestanna áður en þeir koma til dóms. Einkunnir þarf að færa á ekki færri en sjö eyðublöð fyrri hvern hest. í reglugerðinni segir að ritarar skuli strax að lok- inni sýningu hvers hests reikna út meðaleinkunn hans með einum 30

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.