Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 67

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 67
Knattspyrnumaður hannar lyftingartæki Við íþróttaiðkanir eru nauðsynleg margskonar hjálpartæki, bæði til æfinga svo og til notkunar í keppn- um. í þeim íþróttum þar sem líkamsstyrkur og gott út- hald eru nauðsyn verður íþróttafólk að notast við margskonar lyftingar- og þrektæki. Einnig eru þessi tæki notuð af einstakling- um, þ.e. þeim sem hugsa um líkama sinn á sama hátt og afborganir af víxlum eða eitthvað þaðan af verra. En þau tæki sem hér eiga í hlut hafa hingað til öll verið inn- flutt og hafa, hvernig sem á því stendur, lent í háum tollaflokkum og þess háttar skemmtilegum hlutum og þar af leiðandi hafa íþrótta- félög, sem alltaf eru á kúp- unni, og íþróttaáhugafólk, sem oft sleppir jafnvel aukavinnunni til að stunda íþrótt sína, ekki efni á að kaupa slík tæki. Það var því tími til kominn að íslenskir uppfinningamenn tækju til hendinni og hönnuðu slíkt tæki og kæmu á fram- leiðslustig. Það var Gunnlaugur Krist- finnsson sem fyrstur vaknaði af værum blundi og hóf ótrauður hönnun alhliða lyftinga- og þrektækis og nýverið hefur af- rakstur vinnu hans og hugsana komið fram í dagsljósið. Settið sem Gunnlaugur hefur hannað er samansett úr lyftingabekk, lyftingatækjahaldara, lyftinga- stöng með lóðum og tveir hand- lyftarar. Þar að auki eru 8 auka- lóð. Svona sett, keypt í heilu lagi, mun kosta 240.000 krónur en til samanburðar þá myndi verð á innfluttu sambærilegu tæki vera um 450.000 krónur og — takið eftir — þá er ekki talinn með 20% söluskattur og allt að 25% álagning þar ofan á. Ekki er það skilyrði að keypt sé heilt sett því að hægt er að fá einstaka hluta þess á sanngjörnu verði. Þetta tæki þykir standast allan saman- Framhald á bls. 82. Gunnlaugur Krlstfinnsson með lyftingartækin sem hann hefur hannað. 67

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.