Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 49
sinna í framkvæmdastjórastóln-
um — þeir fóru eins að, og voru
meira að segja öllu stórtækari.
Áður en spænska knatt-
spyrnusambandið setti þær regl-
ur sem áður er vitnað til, kringum
1960, var svo um tíma að hjá FC
Barcelona voru um 20 landsliðs-
menn frá sjö löndum.
Útlendingahersveitin
FC Barcelona hefur stundum
verið kallað „spænska útlend-
ingahersveitin“. Ekki aðeins
vegna þess hve margir erlendir
leikmenn hafa leikið með liðinu
fyrr og síðar, heldur og vegna
þess að það var Svisslendingur-
inn Hans Gamper sem stofnaði
félagið árið 1899. Hann var þá
búinn að vera búsettur á Spáni í
nokkur ár og hreifst mjög af
knattspyrnuíþróttinni þegar
hann komst í kynni við hana.
Fékk hann nokkra menn til liðs
við sig, og stofnuðu þeir félagið
FC Barcelona. Til að byrja með
gekk á ýmsu hjá félaginu. Leik-
menn þess tóku hlutina ekki of
alvarlega, þótti lítið gaman að
æfa, en þeim mun meira gaman
af því að taka þátt í kappleikjum.
Margir mættu aðeins í leikina.
Um þáttaskil varð að ræða hjá
félaginu árið 1908, en þá vann
það sigur í spænsku bikarkeppn-
inni í fyrsta sinn. Mótherjinn í
úrslitaleiknum var Espanol, og
úrslitin 3—2 fyrir FC Barcelona.
Sigur FC Barcelona kom tæpast
til af því að liðið væri svo gott,
heldur miklu fremur af því að
flest bestu knattspyrnufélög
Spánar áttu þá í útistöðum við
nýstofnað knattspyrnusamband í
landinu og tóku ekki þátt í
keppninni.
En þessi bikarsigur varð til
Allan kemur
Daninn Allan Simonsen, á að taka
upp merki Johans Neeskens. Það
verður þó engan veginn auðvelt
fyrir hann, og sjálfur er hann fullur
kvíða. Hann verður að standa sig
vel í fyrstu leikjum sínum til þess
að áhangendur liðsins taki hann
góðan og gildan.
jÉ$|
a f gM|Kj|fK
Lið FC Barcelona eisn og það var skipað er það vann Evrópubikarkeppni bikarhafa íár. Standandi frá vinstri
í efri röð: Artula, de la Crue, Neeskens, Zuvira, Olmo, Migueli. Fremri röð: Esteban, Heredia, Krankl, Asensi
og martinez.
49