Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 47
— En er dýrt að stunda golf-
íþróttina?
„Það má kannski segja það.
Klúbbgjaldið hjá okkur er nú 47
þúsund krónur og síðan er yfir-
leitt mótsgjald fyrir hverja
keppni. Golfgræjur eru nokkuð
dýrar, t.d. geta kylfur kostað
alveg frá 50 þúsund krónum upp
í hálfa milljón, en ég sjálfur er
með kylfur og áhöld upp á um
700 þsund. Kylfurnar skipta
miklu máli þegar menn eru
komnir lengra og þá er mikilvægt
að hafa gott sett.
— Þegar maður er kominn
svona mikið inn í þetta eins og ég
er, þá gefur það auga leið að
mikið vinnutap fylgir ástundun-
inni. Það eru helst keppnisferðir
sem hér um ærðir og maður er oft
hálf peningalítill. í framhaldi af
þessu er rétt að taka fram að
golfsambandið borgar allar
keppnisferðir út en við verðum
að leggja til gjaldeyri ef móts-
haldararnir ytra gera það ekki
eins og t.d. var raunin á í FIAT—
keppninni sem ég minntist á hér
áðan.“
Draumurinn að komast
út og spila
— Nú ert þú nýkominn frá
Bandaríkjunum. Varstu eitthvað
að spila þar?
„Þetta var nú fyrst og fremst
skemmtiferð, en þegar maður er
svona forfallinn golfari þá er erf-
itt að gleyma því ekki síst þegar
maður kemur til draumalands
golfsins. Ég spilaði töluvert þarna
úti og m.a. fékk ég tækifæri á að
spila á einum af frægustu völlum
Bandaríkjanna, en þar hafa
nokkur stór mót verið haldin.
Þarna úti eru golfvellirnir alveg
frábærir og það er það mikið
fjármagn sem þarf til að reka
þessa góðu velli að einungis stór-
fyrirtæki hafa efni á slíku. Síðan
er það mikið hagsmunamál fyrir
vellina að hafa þá sem besta því
að þá eru meiri möguleikar á að
einhverjir frægir karlar komi og
,,/Wenn í fullu starfi sem skriðu um flatirnar og tíndu burtu stráin sem voru
til óþurftar..."
spili. Þá verdur völlurinn frægur
og golfarar keppast um að fá að
spila á þessum frægu völlum. Það
var hugsað cað vel um þennan
völl. sem ég ræddi um áðan, að
þar voru menn í fullu starfi við að
skríða um flatirnhar og tína
óþarfa strá burt.“
—jEn atvinnumennskan.
Freistar hún þín?
„Ég var nú að hugsa um að
fara út næsta sumar og spila og
sjá svo til en ég veit ekki hvað
verður. Þetta breytist líklega því
að ég er að spá í að fara í við-
skiptafræði hér heima. En at-
vinnumennskan gengur annars
þannig fyrir sig að það eru reknir
einskonar skólar eða námskeið af
PGA, sem er samband atvinnu-
golfleikara, fyrir þá sem hafa
áhuga á að n í atvinnu-
mannshrétthindi. Þarna er saman
kominn mikill fjöldi af mjög
góðum golfurum og í lok skólans
er haldin keppni og þeir sem
standa sig best í henni fá hið eft-
irsótta skírteini. Hinsvegar eru til
tvennskonar atvinnumenn í
golfi: það eru fyrst keppendur en
það eru kappar sem við sjáum
stundum í keppni í „imbanum‘1
en síðan eru líka athvinnumenn
Framhald á bls. 82.
47