Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 24

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 24
Viktor Helgason, t.v. þjálfari ÍBV-liðsins er einbeittur og harður á svip er hann gefur mönnum sínum fyrirmæli f rigningunni. Ég gat ekki horft á þetta fara allt í upplausn Knattspyrna — það má kalla hana þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga. Eyja- menn hafa lengi átt sterk knattspyrnulið í öllum flokkum en aðalsmerki þeirra er þó hið sterka meistaraflokkslið, sem leik- ur í 1. deild íslandsmótsins. Aðstaða til knattspyrnuiðkana í Eyjum er með því besta sem gerist hérlendis, tveir grasvellir og einn malarvöllur. Nú í vor var einmitt nýr grasvöllur tekinn í notkun sem hlotið hefur nafnið Helgafellsvöllur en hann stendur einmitt við rætur Helgafellsins. Spjallað við Viktor Helgason, þjálfara ÍBV Þessi nýi völlur er þó frekar hugsaður sem æfingavöllur en eldri grasvöllurinn við Hástein verður áfram aðalvöllur þar sem kappleikir munu fara fram. En þar sem hann hefur ekki verið í góðu ástandi í sumar, frekar en flestir aðrir grasvellir landsins, þá hefur Helgafellsvöllur verið not- aður undir heimaleiki liðsins. Þegar íþróttablaðið heimsótti Vestmannaeyjar fannst okkur það tilhlýðilegt að líta inn á æf- ingu hjá meistaraflokksliðinu sem fram fór á nýja vellinum. Þegar við mættum á staðinn var æfingin um það bil að hefjast en við notuðum tækifærið og tókum þjálfara flokksins, Viktor Helga- son tali. — Nú hófuð þið æfingar óvenju seint í vor. Hefur það ekki áhrif á gengi liðsins það sem af er? — Það hlýtur að hafa gert það 24

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.