Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 54
gengur með spænsku félagi hefði
hann orðið að vera a.m.k. eitt ár
annars staðar. Enska liðið
Arsenal sýndi líka strax áhuga og
framkvæmdastjóri félagsins og
þjálfari þess, Terry Neill og Don
Howe, gerðu sér ferð til Spánar til
þess að ræða við Neeskens. Eftir
þann fund sagði Neeskens: — Ég
myndi heldur vilja leika í Eng-
landi heldur en í Þýskalandi.
Þessi ummæli voru túlkuð á þann
hátt að hann væri tilbúinn að
ganga í raðir Arsenal, ef félagið
vildi greiða nógu háa upphæð
fyrir hann.
En Arsenal átti ekki nóga aura
í buddu sinni til þess að kaupa
hann, og var þá jafnvel búist við
því að Neeskens myndi fara til
síns heima, Ajax í Hollandi. Það
vildi hann hins vegar ekki. —
Ajax er ekki lengur neitt fyrir
mig. Félagið verður aldrei aftur
stórveldi í knattspyrnu, og það
getur heldur ekki borgað. Áhorf-
endur að leikjum í Hollandi eru
svo fáir að félögin þar hafa yfir
takmörkuðu fjármagni að ráða.
Hið sama er að segja um félögin í
Belgíu. Það sem þau geta boðið
er aðeins skiptimynt á við það
sem stóru félögin t.d. á Spáni og
Ítalíu geta borgað, sagði Neesk-
ens.
Málalok urðu þau að Johan
Neeskens fór til bandaríska fé-
lagsins New York Cosmos. Gerði
meira að segja fimm ára samning
við félagið. Ekki hefur fengist
upp gefið hvað bandaríska félag-
ið gaf fyrir hann, en varla hefur
þar verið um smáaura að ræða.
Neeskens var hins vegar ekki
ýkja hrifinn af þessum málalok-
um, og lét þau ummæli falla að
hann hefði enn of mikinn metn-
að sem íþróttamaður til þess að
leika í Bandaríkjunum. — Það
eina sem ég hlakka til er að hitta
félaga mína Rinus Michels og
Johan Cruyff hjá Los Angeles
Aztecs, sagði Neeskens.
Simonsen kemur í staðinn
Leikmaðurinn sem Barcelona
keypti í stað Neeskens var enginn
annar en Daninn Allan Simon-
sen. Simonsen hefur leikið allan
sinn feril sem atvinnumaður hjá
vestur-þýska félaginu Borussia
Mönchengladbach og sannarlega
gert garðinn frægan hjá því fé-
lagi. Hann hefur m.a. verið val-
inn „knattspyrnumaður ársins í
Evrópu“, sem tvímælalaust er
einn eftirsóknarverðasti titill sem
knattspyrnumanni getur hlotn-
ast.
En Simonsen verður tæpast
fagnað sem þjóðhöfðingja þegar
hann kemur til félagsins. Áhang-
endum þess finnst sem hann hafi
rutt úr vegi eftirlætisgoðinu
Johan Neeskens, og segja að þótt
Simonsen kunni að vera eins
góður knattspyrnumaður og
Hollendingurinn, þá sé hann ör-
ugglega ekki eins góður drengur
og mikill félagi. Leikmenn
Framhald á bls. 39.
54
j