Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 43
Til eru þeir menn í íþróttum
sem um gildir að það virðist
næstum sama hvaða íþróttagrein
þeir byrja að stunda, alltaf kom-
ast þeir á toppinn í þeirri grein.
handknattleik, blak, borðtennis,
skíðaíþróttina, badminton og svo
auðvitað golfið. Fyrir utan golfið
hefur árangurinn verið glæsileg-
astur í knattspyrnunni. Hannes
var valinn í unglingalandsliðið í
knattspyrnu og spilaði þar við
hliðina á nokkrum þeim mönnum
sem fremstir eru í knattspyrnunni
hérlendis í dag. Hér má nefna þá
Guðmund Þorbjörnsson og Atla
Eðvaldsson úr Val. Hannes er nú
búsettur í Garðabænum en borinn
og barnfæddur Kópavogsbúi.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskólanum nú í vor og
þegar við spjölluðum við hann var
hann nýkominn heim frá Miami
Beaeh þar sem hann var að fagna
þeim áfanga, ásamt skólafélögum
sínum.
Breiðablik var og
er mitt félag
„Ég er fæddur þann 30. júlí
1957 í Kópavogi,“ hóf Hannes
sögu sína, „og þar bjó ég uns ég
fluttist með foreldrum mínum
hingað. Áhuginn á íþróttum kom
um leið og ég fór að skynja um-
hverfið en æfingar hóf ég þó ekki
fyrr en ég gekk í gamla ÍK þar
sem ég æfði knattspyrnu af mikl-
um móð. Ég var þó ekki lengi í ÍK
heldur skipti um félag um leið og
ég kom upp í 5. flokk og gekk þá í
Breiðablik. Ég var í fótboltanum
alveg fram að meistaraflokki en
þá lagði ég skóna á hilluna hvað
hann varðaði. 12 ára gamall hóf
ég svo að æfa handbolta, einnig
með Breiðablik, og þar hef ég
verið síðan og er að hugsa um að
halda því áfram. Þá hef ég spilað
blak með skólanum, og einnig
hef ég gaman af borðtennis og
skíðum.“
— En hvenær vaknar svo
áhuginn fyrir golfinu?
„Ég held að það hafi verið á
árinu 1971 en þá fór ég að dútla í
þessu með vinum og kunningj-
um. Sérstaklega var ég mikið
með Barða Valdimarssyni en
hann var einn efnilegasti golf-
leikari landsins hér í eina tíð. Ég
gekk strax árið 1972 í Golfklúbb
Reykjavíkur; GR, og í honum
hef ég verið síðan. Ég man að
þetta kom fljótt hjá mér og fljót-
lega gekk mér mjög vel. Mér
tókst að sigra í nýliðakeppninni,
fyrsta árið mitt, og árið 1972 hóf
ég markvissar æfingar og fór að
taka þetta alvarlega.
Ég lærði mest bara af sjálfum
mér. Ég fór aldrei í neina form-
lega kennslu og það var ekki
nógu sniðugt, að ég tel. Ég er enn
að lagfæra ýmislegt sem ég hef
gert vitlaust í gegnum árin og ég
vil skora á fólk ef það ætlar að
byrja að stunda golfið að byrja á
því að fara í kennslu og læra réttu
tökin strax. Sérstaklega vil ég
vekja athygli á John Nolan, en
hann er nú golfkennari hjá GR.
Hann er mjög fær kennari og
skemmtilegur náungi.“
„Já, ég varð undrandi
og ánægður ...“
— Og þetta hefur allt komið
með tímanum?
„Já, það má segja það. Árið
1974 varð ég unglingameistari og
þá var þetta orðið reglulega
spennandi og skemmtilegt. Ætli
það hafi ekki komið til af því að
þá var maður farinn að keppast
við að sigra þá golfara sem voru á
toppnum á þeim tíma. En æfing-
ar urðu einnig strangari að sama
skapi.“
— Síðan varðstu íslands-
43